Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, sem hefst á Spáni í kvöld, hefur vaknað á ný umræða um sjónvarpsútsendingar frá leikjum Íslands á mótinu en flestir leikir Íslands verða í lokaðri dagskrá. Sama umræða var uppi fyrir tveimur árum þegar sama var upp á teningunum. Margir hafa síst sparað stóru orðin í þessum umræðum. Sumir kenna RÚV um hvernig málum er komið, aðrir skella skuldinni að ósekju á Handknattleikssamband Íslands.
Að skella skuldinni á HSÍ er fullkomlega út í hött. HSÍ hefur ekkert um það að segja hverjir kaupa sýningarrétt frá leikjum Íslands á stórmótum í handknattleik, karla eða kvenna, og gildir þá einu hvort um er að ræða lokakeppni Evrópumóts eða heimsmeistaramóts. HSÍ á ekki sýningarréttinn og hefur engar tekjur af sölu hans. HSÍ stendur ekki einu sinni til boða að kaupa réttinn, væri áhugi fyrir hendi.
Sjá nánar viðhorfsgrein Ívars í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.