Dauðafærið ekki nýtt

Róbert Gunnarsson skorar gegn Frökkum á HM 2011.
Róbert Gunnarsson skorar gegn Frökkum á HM 2011. mbl.is/Golli

Íslenska landsliðið í handknattleik tók í sextánda sinn þátt í heimsmeistaramóti í karlaflokki þegar Svíar voru gestgjafar heimsmeistaramóts í fjórða sinn fyrir tveimur árum. Niðurstaðan varð sjötta sætið, einn besti árangur Íslands á HM frá upphafi. Aðeins fimmta sætið á HM í Japan 1997 var betra en í tvígang áður hafði Íslandi tekist að krækja í sjötta sætið, á HM 1964 í Vestur-Þýskalandi og 22 árum síðar þegar HM fór fram í Sviss.

Þrátt fyrir sjötta sætið er óhætt að segja að leikur íslenska landsliðsins á mótinu hafi verið endasleppur. Liðið vann allar fimm viðureignir sínar í riðlakeppninni, sem varð til þess að bjartsýni á framúrskarandi árangur jókst. Ljóst var að milliriðlakeppnin yrði erfið með Frökkum, Spánverjum og Þjóðverjum en menn gerðu sér vonir um að eftir fimm sigurleiki í röð myndi íslenska liðið knýja fram a.m.k. einn sigur. Sú varð ekki raunin. Ísland tapaði strax fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar. Tapið virtist fara illa í menn og í framhaldinu komu tveir leikir, við Spánverja og Frakka, þar sem íslenska liðið átti aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir að flautað var af.

Í 24 síðna HM-blaði Morgunblaðsins í dag er rifjað upp hvað gerðist í Svíþjóð á síðasta heimsmeistaramóti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka