Meira en 100% tilbúinn

Björgvin Páll ver og innsiglar sigur Íslands.
Björgvin Páll ver og innsiglar sigur Íslands. mbl.is/Golli

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að gera samning við þýska B-deildar liðið Bergischer og mun hann ganga í raðir félagsins frá Magdeburg eftir tímabilið.

Síðustu mánuðir hafa reynst Björgvini erfiðir vegna þeirra veikinda sem hann átti við að stríða en hann er fullfrískur í dag og hefur sjaldan verið í betra standi að eigin sögn og það veit á vel fyrir heimsmeistaramótið en Íslendingar hefja leik á því í dag þegar þeir mæta Rússum í Sevilla klukkan 17.00.

,,Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég meira en 100% tilbúinn og líður mjög vel. Fyrir tveimur til þremur vikum vantaði upp á líkamlega formið en nú er ég kominn í leikform og bara hungraður í verkefnið sem fram undan er. Ég hef sjaldan verið ferskari og mér líður hrikalega vel í alla staði. Mér finnst ég vera léttari á mér og er tilbúinn að standa mig vel,“ segir Björgvin í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Björgvin í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert