Öruggur sigur á Síle

Ísland vann Síle með glæsibrag á HM í handknattleik í dag, lokatölur 38:22 eftir að staðan var 18:11 í leikhléi. Sílebúar stóðu í íslenska liðinu fyrstu 20 mínúturnar en leiðir skildi með góðum endaspretti í fyrri hálfleik og svo með kröftugri byrjun í þeim síðari.

Þar með er Ísland komið með sín fyrstu stig í B-riðlinum, tvö eftir tvo leiki, og mætir næst Makedóníu á þriðjudaginn.

Íslenska liðið lék með miklum ágætum í dag og þrátt fyrir að lykilmenn liðsins sætu löngum stundum á bekknum breyttist gangur leiksins lítið. Þeir ungu tóku við keflinu og stóðu sig vel.

Mörk Íslands: Arnór Þór Gunnarsson 7, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Stefán Rafn Sigurmannsson 5,Ólafur Gústafsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Vignir Svavarsson 4,
Snorri Steinn Guðjónsson 3, Aron Pálmarsson 2, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1.

Mörk Síle: Erwin Feuchtmann 8, Rodrigo Salinas 3, Emil Feuchtmann 2, Alfredo Valenzuela 2, Patricio Martínez 2, Felipe Maurín 2, Diego Cristian Reyes 1, Harald Feuchtmann 1

Lið Íslands: Björgvin Páll Gústavsson, Aron Rafn Eðvarðsson - Guðjón Valur Sigurðsson, Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Þórir Ólafsson, Róbert Gunnarsson, Sverre Jakobsson, Vignir Svavarsson, Ólafur A. Guðmundsson, Kári Kristján Kristjánsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson, Arnór Þór Gunnarsson, Fannar Þór Friðgeirsson.

Lið Síle: Felipe Barrientos, René Oliva - Nicolás Jofré, Alfredo Valenzuela, Rodrigo Díaz, Erwin Feuchtmann, Víctor Donoso, Diego Cristian Reyes, Esteban Salinas, Emil Feuchtmann, Rodrigo Salinas, Guillermo Araya, Felipe Maurín, Patricio Martínez, Harald Feuchtmann.

Ísland 38:22 Síle opna loka
60. mín. Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland ) varði skot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert