Ísland og Danmörk, sem eigast við á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Sevilla í kvöld, mættust í Árósum í Danmörku fyrir rúmu einu ári.
Liðin voru þá að undirbúa sig undir Evrópumótið í Serbíu og fóru Danir með sigur af hólmi, 31:27. Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur í íslenska liðinu í þeim leik með 7 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 6.
Leikur Íslendinga og Dana hefst klukkan 19.15 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á mbl.is.