Danirnir of stór biti

Kári Kristján Kristjánsson var bestur í liði Íslands í leiknum …
Kári Kristján Kristjánsson var bestur í liði Íslands í leiknum að mati Morgunblaðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dönsku Evrópumeistararnir sem margir telja að standi uppi sem heimsmeistarar í fyrsta sinn í sögunni reyndust allt of stór biti fyrir Íslendinga þegar frændþjóðirnar mættust á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Sevilla í gærkvöld.

Frábært danskt lið vann átta marka sigur, 36:28, og tryggði sér með sigrinum sigurinn í riðlinum en Íslendingar geta enn lent í 3., 4. eða 5. sæti riðilsins. Krafan er að sjálfsögðu að íslenska liðið vinni sigur á Katar og gangi það eftir og Danir komi okkur til aðstoðar og vinni Makedóníumenn enda Íslendingar í 3. sæti. Vinni hins vegar Makedóníumenn Dani í lokaumferðinni bíða Frakkar íslenska liðsins í 16-liða úrslitunum sem liðið í fjórða sæti þarf að etja kappi við.

Gríðarlega öflugt vopnabúr Dana

Fyrri hálfleikurinn var lengi vel í ágætu jafnvægi. Danir voru þó alltaf skrefinu á undan en snemma leiks mátti merkja að sá varnarleikur sem íslenska liðið sýndi á móti Makedóníu var ekki til staðar. Íslenska vörnin réð illa við gríðarlega gott vopnabúr danska liðsins þar sem hver fallbyssan á fætur annarri þrumaði boltanum í íslenska markið þar sem þeir Björgvin Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson voru oftar en ekki varnarlausir með hálfgötótta vörn fyrir framan sig.

Nánari umfjöllun Guðmundar um leikinn gegn Dönum er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert