Aron: Menn munu skríða út af vellinum

Íslenska landsliðið í handknattleik tók létta æfingu í Palau Sant Jordi-höllinni í Barcelona í morgun en í kvöld mætast í þessari höll lið Íslands og heims- og ólympíumeistarar Frakkar í 16-liða úrslitum á HM. Aron Kristjánsson þjálfari landsliðsins sagði við mbl.is eftir æfinguna að allt yrði lagt í sölurnar í kvöld og sínir menn myndu skríða út af vellinum.

„Það þýðir ekkert að vera að hugsa út í þetta ferðalag. Þetta var óheppilegt en nú er það leikurinn í dag sem skiptir öllu máli. Við erum búnir að kíkja á höllina og fara yfir áhersluatriðin í varnarleiknum og við erum því vel undirbúnir. Við munum gefa allt í leikinn og ég held að mínir menn muni skríða út af vellinum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert