Kári Kristján Kristjánsson línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik talaði enga tæpitungu eftir ósigurinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Barcelona í kvöld.
„Þetta er bara viðbjóður,“ sagði Kári og tók alls ekki undir að Ísland hefði verið litla liðið í þessari baráttu. „Við unnum þá síðast, þeir ættu að bera virðingu fyrir okkur. Það var ógeðslegt að tapa þessu,“ sagði línumaðurinn frá Vestmannaeyjum við mbl.is.