Spánverjar fóru illa með Dani

Joan Canellas sækir að dönsku vörninni, Rene Toft til varnar.
Joan Canellas sækir að dönsku vörninni, Rene Toft til varnar. AFP

Spánverjar urðu í dag heimsmeistarar í handknattleik karla eftir að þeir hreinlega rassskelltu Dani í úrslitum, unnu 35:19. Fáséðir yfirburðir í úrslitaleik HM.

Spánverjar byrjuðu á því að gera fyrstu þrjú mörkin en þá tóku Danir leikhlé og réðu ráðum sínum. Það hafði áhrif því Danir náðu tveimur mörkum og löguðu stöðuna. Spánverjar náðu þó þriggja marka mun á nýjan leik, 8:5 þegar sjö mínútur voru til leikhlés. Tvö dönsk mörk breyttu stöðunni í 8:7.

Þá kom rosalegur kafli hjá Spánverjum sem gerðu sjö mörk gegn einu og allt í einu var staðan orðin 16:9 og útlitið dökkt hjá Dönum.

Markahæstur í fyrri hálfleik hjá Dönum er Söndergaard með 3 mörk en hjá Spánverjum er Canellas með 5 mörk.

Síðari hálfleikurinn var leikur kattarins að músinni því Spánverjar fóru á kostum á meðan eitthvað dauft var yfir Dönum.

Markahæstir hjá Spánverjum voru Canellas með 7 mörk og Valero Rivera með 6, en 11 leikmenn komust á blað að þessu sinni. Hjá Dönum var Henrik Möllgaard með 4 mörk líkt og Kasper Söndergaard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert