Óskabyrjun hjá Katarbúum

Zarko Markovic skoraði 6 mörk fyrir Katar og skýtur hér …
Zarko Markovic skoraði 6 mörk fyrir Katar og skýtur hér að marki Brasilíumanna. AFP

Heimamenn í Katar fengu sannkallaða óskabyrjun á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Doha í kvöld þegar þeir sigruðu Brasilíumenn, 28:23, í opnunarleik mótsins í Lusail-höllinni.

Þessi lið voru talin líkleg til að berjast um fjórða sætið í A-riðli og sæti í sextán liða úrslitunum og Katarbúar standa nú strax vel að vígi.

Katar náði sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 13:6, en staðan í leikhléi var þó 15:12. Katar komst í 21:16, Brasilía minnkaði muninn í 21:20, en heimamenn svöruðu með fimm mörkum gegn einu og þar með var sigurinn þeirra.

Zarko Markovic og Mahmoud Hassab Alla skoruðu 6 mörk hvor fyrir Katarbúa.

Í þessum riðli eru einnig Spánn, Hvíta-Rússland, Slóvenía og Síle sem spila á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert