„Það er hræðilegt að ganga af leikvelli eftir fyrsta leik á HM með átta marka tap á bakinu," sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins við mbl.is í Doha, eftir að sænska landsliðið skellti því íslenska, 24:16, á heimsmeistaramótinu í handknattleik.
„Við lentum á vegg þar sem Mattias Andersson var í markinu. Hann átti einn af leikjum lífs síns.
Við verðum að taka það jákvæða úr úr þessum leik sem var vörn og markvarslan. Ég hef engar áhyggjur af því að sóknarleikurinn komi ekki í næsta leik á sunnudagskvöldið," segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins á meðfylgjandi myndskeiði en nánar er talað við hann þar.