Það var nokkuð létt yfir leikmönnum íslenska landsliðsins þegar þeir hittu íslenska fjölmiðlamenn í hóteli sínu í Doha í Katar rétt eftir hádegið í dag. Leikmenn voru þá nýbúnir að fara vel yfir leikinn við Svía í gær en sem kunnugt er steinlá íslenska landsliðið í leiknum með átta marka mun, 24:16.
„Sóknarlega lékum við mjög illa og vorum afar ólíkir sjálfum okkur,“ segir Aron Kristjánsson m.a. í samtali við mbl.is. „Eftir erfiða byrjun á leiknum þar sem við fórum illa að ráði okkar fjaraði leikur okkar út og óöryggið jókst,“ segir Aron ennfremur en hann fór yfir leikinn með lærisveinum sínum strax í gærkvöldi.
„Þegar spurningin „hvað vorum við að gera?“ vaknar hjá mönnum þegar horft er á leikinn er ljóst að mikill hugur er í mönnum. Það er alveg ljóst að við getum bætt margt í sóknarleiknum,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
„Við gerðum nokkur byrjendamistök í sóknarleiknum,“ segir Róbert Gunnarsson. „Þegar leikurinn er skoðaður eftir á kemur í ljós að það voru margar lausnir í stöðunni sem við sáum ekki þá. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Róbert Gunnarsson.
Nánar er rætt við Róbert Gunnarsson og Aron Kristjánsson á meðfylgjandi myndskeiði.
Næsti leikur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu verður við landslið Afríkumeistara Alsírs á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 16.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |