Var aldrei efins

Ásgeir Örn Hallgrímsson í skotstöðu í leiknum við Alsír í …
Ásgeir Örn Hallgrímsson í skotstöðu í leiknum við Alsír í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Eftir að við náðum okkur á strik að lokinni slæmri byrjun þá þótti mér við vera sannfærandi og var aldrei efins um að við myndum vinna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við mbl.is eftir sigurinn á Alsír í kvöld, 32:24, á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

„Þegar takturinn var kominn í okkar leik þá hafði ég engar áhyggjur. Þá þurftum við bara að sýna þolinmæði og þá unnum við sannfærandi sigur,“ sagði Ásgeir Örn og hafði svo sem enga sérstaka skýringu á þeirri slæmu byrjun íslenska landsliðsins. „En þegar við hrukkum í gang og fórum að nýta færin þá mallaði þetta hjá okkur eins hjá góðri vél.

Í 54 mínútur í leiknum þá erum við mikið betri og unnu með 14 marka mun ef sex núll kaflinn er dreginn frá.

Nú erum við komnir í gang. Þá verðum við að nýta okkur byrinn í næsta leik sem verður við Frakka,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert