Algjörlega búnir að tapa sér

00:00
00:00

„Það er greini­lega verið að taka fast­ar á ýms­um atriðum í leikn­um. Meðal ann­ars þá er það hvernig varn­ar­menn eiga við línu­menn and­stæðing­anna. Stund­um þá eru dóm­ar­arn­ir aðeins of harðir miðað við hvernig „lín­an“ er frá dóm­ara­nefnd­inni,“ seg­ir Aron Kristjáns­son, landsliðsþjálf­ari í hand­knatt­leik um þá gagn­rýni sem hef­ur komið frá nokkr­um þjálf­ur­um liða á heims­meist­ara­mót­inu á dómgæsl­una á heims­meist­ara­mót­inu í Kat­ar.

„Einnig er verið að taka á hrind­ing­um. Það lít­ur út fyr­ir að dóm­ar­arn­ir eigi að vera harðari en stund­um áður á mót­um,“ seg­ir Aron.

„Hin nýj­an lína dóm­ar­anna er stórt atriði í leikj­um og hef­ur tals­verð áhrif á þá með þeim af­leiðing­um að maður veit ekki hvers er vænta í hverj­um leik,“ seg­ir Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son, landsliðsþjálf­ari Dana.

„Það er erfitt að spila vörn þegar „lín­an“ er svona eins og hún er. Ég tel að dóm­ar­ar hafi farið framúr sér við túlk­un á regl­um sem eru til staðar. Bannað er að toga í treyj­ur og og ýta á eft­ir mönn­um, en því miður virðist sem svo að ekki sé verið að taka á þess­um mál­um. Það er alltof mikið um að menn séu með leik­ara­skap til þess eins að fá dóm­ara til þess að dæma eft­ir regl­um sem eru ekki til. Menn eru al­gjör­lega bún­ir að tapa sér í þess­um efn­um, það er mín skoðun,“ seg­ir Guðmund­ur Þórður.

„Þegar áhersl­um er breytt þá vill það oft taka tvo til þrjá leiki hjá dómur­um að finna takt­inn en eft­ir það þá jafn­ast leik­ur­inn oft út,“ seg­ir Dag­ur Sig­urðsson, landsliðsþjálf­ari Þjóðverja. „Það er ljóst að mikið hef­ur verið um brottrekstra í mörg­um leikj­um móts­ins til þessa sem veld­ur því að takt­ur­inn í leikj­un­um breyt­ist,“ seg­ir Dag­ur enn­frem­ur og bæt­ir við. „Ég er kannski ekki besti maður til þess ræða yf­ir­höfuð um dómgæslu.“

Nán­ar er rætt við Aron, Dag og Guðmund Þórð á meðfylgj­andi mynd­skeiði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert