Frábær úrslit gegn Frökkum

Ísland og Frakk­land gerðu jafn­tefli 26:26 í C-riðli heims­meist­ara­móts karla í hand­knatt­leik í Doha, höfuðborg Kat­ar, klukk­an 18.00. Ísland var yfir 14:12 að lokn­um fyrri hálfleik. Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

Allt annað var að sjá til ís­lenska liðsins í dag en í fyrsta leikn­um gegn Sví­um á dög­un­um. Menn voru áræðnir í sókn­inni og refsuðu Frökk­un­um þegar þeir sváfu á verðinum. Hraðinn var meiri í sókn­inni, mun meiri en gegn Sví­um, en ag­inn engu að síður til staðar.  Þá var 6-0 vörn­in virki­lega góð og þar gekk flest upp fyr­ir utan það að línumaður­inn öfl­ugi Cé­dric Sor­haindo fékk úr miklu að moða og skoraði 5 mörk. Björg­vin varði afar vel í fyrri hálfleik en varði ekki mörg skot í seinni en tók þó ví­tak­ast í upp­hafi síðari hálfleiks. 

Aug­ljóst var að mun meiri neisti var í ís­lenska liðinu í dag og spurn­ing hvort síðari hálfleik­ur­inn gegn Als­ír hafi virkjað þá stemn­ingu sem liðið þarf á að halda. Aron Pálm­ars­son og Ásgeir Örn Hall­gríms­son voru marka­hæst­ir með 5 mörk hvor en Aron var tek­inn úr um­ferð á köfl­um. 

Besti hand­boltamaður í heimi, Ni­kola Kara­batic, fékk sína þriðju brott­vís­un á 50. mín­útu. Síðasta brott­vís­un var fyr­ir meint­an leik­ara­skap þegar Sver­re fór í hann. Ró­bert Gunn­ars­son skoraði síðasta mark leiks­ins á glæsi­leg­an hátt þegar rúm mín­úta var eft­ir. Björg­vin varði í kjöl­farið en Íslandi tókst ekki að skora úr síðustu sókn leiks­ins. 

Sví­ar eru þá með 6 stig, Frakk­ar 5, Egypt­ar 4, Íslend­ing­ar 3, Tékk­ar og Als­ír­bú­ar ekk­ert, þegar þrem­ur um­ferðum er lokið af fimm. Fjög­ur efstu liðin fara áfram og nú ligg­ur fyr­ir að Íslandi næt­ir jafn­tefli gegn Tékk­um á fimmtu­dag­inn til að tryggja sér sæti í 16-liða úr­slit­un­um.

Leik­irn­ir gegn Tékk­um og Egypt­um verða afar mik­il­væg­ir þar sem þær þjóðir eru einnig að berj­ast um að kom­ast áfram í 16-liða úr­slit­in. Já­kvæðu frétt­irn­ar eru þær að mik­ill stíg­andi er í leik ís­lenska liðsins. 

Ísland 26:26 Frakk­land opna loka
Aron Pálmarsson - 5
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5
Snorri Steinn Guðjónsson - 4
Alexander Petersson - 4
Guðjón Valur Sigurðsson - 3 / 2
Arnór Þór Gunnarsson - 2
Róbert Gunnarsson - 2
Kári Kristján Kristjánsson - 1
Mörk 6 - Nikola Karabatic
5 - Cédric Sorhaindo
4 / 4 - Guillaume Joli
3 - Daniel Narcisse
3 - William Accambray
2 - Luka Karabatic
2 - Michaël Guigou
1 - Valentin Porte
Björgvin Páll Gústavsson - 10 / 2
Varin skot 16 - Thierry Omeyer

14 Mín

Brottvísanir

12 Mín

Rautt Spjald Nikola Karabatic
mín.
60 Leik lokið
Frakkar gátu ekki brugðist við. Leiknum er lokið með jafntefli. Mjög fín úrslit fyrir Ísland eftir jafnan og gríðarlega spennandi leik.
60 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Löng sókn. Aron átti lokaskotið en vörnin varði og Omeyer varði það endanlega.
60 Valentin Porte (Frakkland) fékk 2 mínútur
Jafnt í liðum! Um 30 sek eftir
60 Alexander Petersson (Ísland) fékk 2 mínútur
Fyrir stimpingar. Leikhléin eru búin hjá Íslendingum. Okkar menn með boltann manni færri.
59 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Ver frá Accambray í dauðafæri
59 26 : 26 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
Stórkostleg tilþrif hjá Robba
59 Ísland tekur leikhlé
1:35 mín eftir. Frakkar fá manninn úr refsingu eftir nokkra sekúndur. Nú þurfa okkar menn að skora.
59 Frakkland tapar boltanum
Tæpar tvær eftir.
58 Ísland tapar boltanum
Dæmd ólögleg hindrun á Róbert. Vafasamt
58 William Accambray (Frakkland) skýtur framhjá
57 25 : 26 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) skoraði mark
Úr horninu. Eftir frábæra sendingu frá Aroni
57 Xavier Barachet (Frakkland) fékk 2 mínútur
Nú jæja. Enn er von.
56 24 : 26 - Cédric Sorhaindo (Frakkland) skoraði mark
Af línunni. Tveggja marka munur. Er það of mikið?
56 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Frá Alexander. Aron tekinn úr umferð.
55 24 : 25 - William Accambray (Frakkland) skoraði mark
Hann tekur bara við hlutverki Karabatic
55 William Accambray (Frakkland) á skot í slá
Í slána. Frakkar halda boltanum
54 Vignir Svavarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Þetta er dýrt. Vignir var nú bara í hefðbundinni baráttu við línumann
53 24 : 24 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Losaði sig úr gæslunni og skaut í gólfið og inn
53 23 : 24 - William Accambray (Frakkland) skoraði mark
Annað markið í röð frá honum. Fast skot fyrir utan
52 Textalýsing
Leikurinn stöðvaður. Barachet lenti illa og hugað er að honum.
52 23 : 23 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Aftur jafnt
51 22 : 23 - William Accambray (Frakkland) skoraði mark
51 Ísland tapar boltanum
50 Nikola Karabatic (Frakkland) rautt spjald
Mögnuð tíðindi. Þriðja brottvísun Karabatic. Franski þjálfarinn Onesta var jafn fúll á svipinn og Stefan Effenberg á slæmum degi!
50 Nikola Karabatic (Frakkland) fékk 2 mínútur
Fyrir leikaraskap. Hárréttur dómur að mér sýndist en í þetta þarf kjark! Og þó. Í endursýningu sé ég að hann fékk nokkuð högg frá Sverre en þó ekki í andlitið að mér sýnist.
49 22 : 22 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Takk fyrir það Alex
49 Textalýsing
Strákar hvernig væri nú að jafna leikinn?
49 Cédric Sorhaindo (Frakkland) skýtur framhjá
48 Ísland (Ísland) gult spjald
Spjald á Aron Kristjáns
48 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Frá Alexander. Ísland hefði átt að fá aukakast enda fauk nú í Aron landsliðsþjálfara.
47 21 : 22 - Nikola Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Frakkar eru komnir yfir. Nú verður erfitt að eiga við þá, sérstaklega þar sem Omeyer er orðinn heitur.
47 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Nú frá Alexander
46 Frakkland tapar boltanum
Gaui fiskar ruðning af kænsku
46 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Ekki líst mér á Omeyer...
45 Vignir Svavarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Klaufalegt brot eftir að Narcisse gabbaði hann
45 21 : 21 - Daniel Narcisse (Frakkland) skoraði mark
Gegnumbrot
45 Ísland tapar boltanum
44 21 : 20 - Nikola Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Skot fyrir utan. Eins marks munur.
44 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Frá Arnóri Þór
43 Textalýsing
Svíar eru tíu mörkum yfir gegn Alsír 17:7. Stefnir í þriðja sigur Svía. Egyptar unnu áðan Tékka 27:24. Spurning hvort magakveisan sé að kvelja Tékkana?
43 Daniel Narcisse (Frakkland) á skot í stöng
42 Alexander Petersson (Ísland) fékk 2 mínútur
Hékk í Narcisse
42 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Vörnin dró kraftinn úr skotinu
41 21 : 19 - Cédric Sorhaindo (Frakkland) skoraði mark
Franski rennilásinn er kominn með fjögur mörk
41 21 : 18 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Stökk upp fyrir utan
40 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) ver víti
Auðvitað. Frá Joli sem hafði skorað úr fjórum vítaköstum.
40 Daniel Narcisse (Frakkland) fiskar víti
39 20 : 18 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Skot fyrir utan. Kom á ferðinni. Er einbeittur í þessum leik Alex.
39 19 : 18 - Daniel Narcisse (Frakkland) skoraði mark
Skot fyrir utan. Virðist við hestaheilsu
39 19 : 17 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skorar úr víti
39 Nikola Karabatic (Frakkland) fékk 2 mínútur
Ódýr brottvísun. Við grátum það ekki. Hans önnur brottvísun sem er flippsturluð staðreynd
39 Vignir Svavarsson (Ísland) fiskar víti
38 Xavier Barachet (Frakkland) skýtur framhjá
38 18 : 17 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skorar úr víti
Hans 250. mark á HM á ferlinum. Hefur skorað flest HM-mörk Íslendinga.
38 Róbert Gunnarsson (Ísland) fiskar víti
37 17 : 17 - Guillaume Joli (Frakkland) skorar úr víti
Skorar framhjá Aroni Rafni sem fékk að spreyta sig
37 Valentin Porte (Frakkland) fiskar víti
37 17 : 16 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
17:16 fyrir Ísland. Lúmskt skot
36 Ísland tekur leikhlé
Fjögur mörk í röð frá Frökkum og rétt að fara yfir málin.
36 16 : 16 - Nikola Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Seinni bylgjan. Þeir eru ekki lengi að þessu Frakkarnir þegar þeir fá tækifæri til.
36 Ísland tapar boltanum
Erfitt manni færri
35 16 : 15 - Michaël Guigou (Frakkland) skoraði mark
Gegnumbrot. Ennþá merkilega snöggur miðað við aldur og fyrri störf. Heldur maðurinn að hann sé Guðjón Valur?
35 Ísland tapar boltanum
34 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Ísland heldur boltanum.
34 16 : 14 - Guillaume Joli (Frakkland) skorar úr víti
Tveggja marka munur
34 Sverre Jakobsson (Ísland) fékk 2 mínútur
34 Cédric Sorhaindo (Frakkland) fiskar víti
Ágætur vinur minn segir hann vera eins og franskan rennilás. Allar línusendingar festast við hann.
33 Ísland tapar boltanum
33 16 : 13 - Daniel Narcisse (Frakkland) skoraði mark
Gegnumbrot. Hans fyrsta mark í mótinu. Kom ekkert inn á í fyrri hálfleik.
32 16 : 12 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
Af línunni. Frábær nýting á stöðunni 6 á móti 5.
32 Michaël Guigou (Frakkland) skýtur framhjá
31 15 : 12 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) skoraði mark
Úr horninu. Ilmandi fín byrjun á seinni hálfleik
31 Leikur hafinn
Ísland byrjar í sókn, manni fleiri
30 Hálfleikur
Ísland er yfir 14:12 að loknum fyrri hálfleik. Virkilega góð frammistaða en leikurinn er í járnum. Of snemmt að byrja að fagna en hvernig sem leikurinn fer þá er leikur íslenska liðsins í það minnsta á uppleið. Með spilamennsku í líkingu við þessa ætti liðið að vinna Egyptaland og Tékkland. Björgvin er með 8/1 skot varin fyrir aftan 6-0 vörn sem hefur virkað vel þó illa gangi að halda aftur af línumanninum sterka Sorhaindo. Sóknin er fín og leikmenn eru óhræddir við að ógna marki Frakka. Stanslaus ógn og það virkar til lengri tíma í svona leikjum.
30 14 : 12 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Fast skot af gólfinu og á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Glæsilegt mark
30 Nikola Karabatic (Frakkland) fékk 2 mínútur
Snilld
30 13 : 12 - Valentin Porte (Frakkland) skoraði mark
Skot fyrir utan
29 13 : 11 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Ef þeir hleypa honum inn fyrir punktalínu þá refsar Aron
29 Frakkland tapar boltanum
28 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Arnór Atla átti að fá aukakast
28 Ísland tekur leikhlé
Aron róar menn niður. Ísland gat náð fjögurra marka forskoti en í stað þess hafa Frakkar minnkað niður í eitt. Ljúft væri að vera yfir í hléinu
27 12 : 11 - Michaël Guigou (Frakkland) skoraði mark
Gegnumbrot
27 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Vonandi er hann ekki að hrökkva í gang
27 12 : 10 - Luka Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Af línunni
26 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
26 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Hans áttunda skot í leiknum
25 12 : 9 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) skoraði mark
Stökk upp fyrir utan
24 11 : 9 - Cédric Sorhaindo (Frakkland) skoraði mark
Af línunni. Gríðarlega erfitt að ráða við þennan lurk
24 11 : 8 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Frábært skot af gólfinu. Fékk uppáhaldsskot Arnórs Atla lánað
23 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Nú verja þeir til skiptis
23 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
23 Frakkland tapar boltanum
22 10 : 8 - Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Af línunni. Seinni bylgja
22 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
22 Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) á skot í stöng
Af línunni
21 9 : 8 - Guillaume Joli (Frakkland) skorar úr víti
Fagnar alltaf eins og óður maður þegar hann skorar úr vítaköstunum
21 Cédric Sorhaindo (Frakkland) fiskar víti
20 Ísland tapar boltanum
20 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Seigur. Búinn að verja fimm skot
19 Aron Pálmarsson (Ísland) á skot í slá
Æiii fín sókn þar sem Aron fékk að skjóta óáreittur frá punktalínu en tuðran small í slánni
18 Frakkland tapar boltanum
18 Frakkland tekur leikhlé
Íslendingarnir hafa verið mjög ákveðnir og gaman að sjá til þeirra. Mun meiri neisti en gegn Svíum þar sem deyfð virtist vera yfir mönnum. Baráttan er til fyrirmyndir og áræðni til staðar þegar opnanir myndast á vörn Frakka.
18 9 : 7 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) skoraði mark
Önnur bylgja.
17 Frakkland tapar boltanum
17 8 : 7 - Arnór Þór Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
Úr horninu. Hröð sókn
17 Frakkland tapar boltanum
16 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Frá Aroni
15 7 : 7 - Cédric Sorhaindo (Frakkland) skoraði mark
Af línunni
15 7 : 6 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot
15 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
14 6 : 6 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup
14 Frakkland tapar boltanum
Aron og Guðjón stálu boltanum
14 5 : 6 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot
13 4 : 6 - Nikola Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Gegnumbrot
13 4 : 5 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Stökk upp fyrir utan. Fyrsta mark fyrirliðans
12 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Ísland heldur boltanum. Varði frá Arnóri Þór í dauðafæri
12 Ísland tapar boltanum
12 Ísland tapar boltanum
11 3 : 5 - Guillaume Joli (Frakkland) skorar úr víti
11 Cédric Sorhaindo (Frakkland) fiskar víti
11 Sverre Jakobsson (Ísland) fékk 2 mínútur
10 3 : 4 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Búinn að stilla miðið
10 Frakkland tapar boltanum
9 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Frá Róberti
9 2 : 4 - Cédric Sorhaindo (Frakkland) skoraði mark
Af línunni
9 Thierry Omeyer (Frakkland) varði skot
Frá Alexander
8 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Varði frá Accambray á línunni. Björgvin byrjar leikinn vel
8 2 : 3 - Arnór Þór Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
Úr horninu. Skaut á nærstöngina. Arnór er lunkinn að nýta færin sín
7 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) ver víti
Frábær tíðindi. Guigou er góð vítaskytta en Bjöggi sá við honum
7 Cédric Sorhaindo (Frakkland) fiskar víti
6 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Hrinti Karabatic þegar hann var kominn í loftið
6 Ísland tapar boltanum
Vörn Frakka las undirhandarskot Snorra
6 1 : 3 - Luka Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Litli bróðirinn skorar líka!
5 Aron Pálmarsson (Ísland) skýtur framhjá
5 1 : 2 - Nikola Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Önnur bylgja. Okkur er refsað fyrir að klikka á marktækifærunum
5 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) á skot í slá
Óheppinn
5 Frakkland tapar boltanum
4 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Frakkar halda boltanum
4 Alexander Petersson (Ísland) skýtur framhjá
3 1 : 1 - Nikola Karabatic (Frakkland) skoraði mark
Jæja þetta "fyrirbæri" er komið á blað í dag
2 1 : 0 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) skoraði mark
Já já Ísland tekur forystuna. Mark úr hraðaupphlaupi
2 Frakkland tapar boltanum
1 Aron Pálmarsson (Ísland) skýtur framhjá
1 Xavier Barachet (Frakkland) skýtur framhjá
1 Leikur hafinn
Frakkar byrja í sókn
0 Textalýsing
Ég var of fljótur á mér að fullyrða að Narcisse sé ekki leikfær. Hann er í hópnum í fyrsta skipti í keppninni en spurning hvort hann geti beitt sér.
0 Textalýsing
Forvitnilegt verður að sjá hvaða varnarafbrigði Aron landsliðsþjálfari beitir í dag. Verður það 6-0 vörn eða 5-1? Sú síðarnefnda hefur á köflum opnast illa þó vissulega hafi tekist að halda Kim Andersson niðri í Svíaleiknum. Á móti kemur að gegn 6-0 vörn eiga Frakkar marga leikmenn sem skjóta vel fyrir utan. Í þeirri stöðu reynir á markverðina.
0 Textalýsing
Síðasti sigur íslenska liðsins gegn þessu sigursæla franska liði á stórmóti kom á Ólympíuleikunum í London. Ísland sigraði þá 30:29 í fjórða leik riðlakeppninnar. Frakkar fóru þó alla leið í úrslit og unnu gullið á öðrum leikunum í röð.
0 Textalýsing
Skyttan snögga Daniel Narcisse er ekki leikfær vegna meiðsla og er það vatn á myllu Íslendinga, þó Ólympíu- og Evrópumeistararnir eigi ýmislegt fleira í vopnabúri sínu.
0 Textalýsing
Ísland tapaði illa fyrir Svíþjóð í fyrsta leik 16:24 en vann Alsír 32:24 í öðrum leiknum.
0 Textalýsing
Velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Íslands og Frakklands í C-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Frakkar mæta til leiks með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina en Íslendingar eru með 2 stig. Frakkar unnu Tékka 30:27 og Egypta 28:24 og þurftu að hafa talsvert fyrir báðum sigrunum.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Ricardo Luis Fonseca og Duarte Santos, Portúgal

Gangur leiksins: 1:2, 3:4, 7:7, 9:7, 12:9, 14:12, 16:15, 20:18, 21:21, 22:22, 24:25, 26:26.

Lýsandi: Kristján Jónsson

Völlur: Duhail Sports Hall

Ísland: Björgvin Páll Gústavsson (M), Aron Rafn Eðvarðsson (M). Vignir Svavarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Þór Gunnarsson, Alexander Petersson, Róbert Gunnarsson, Sigurbergur Sveinsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Bjarki Már Gunnarsson.

Frakkland: Cyril Dumoulin (M), Thierry Omeyer (M). Jérome Fernandez, Xavier Barachet, Igor Anic, Guillaume Joli, Alix Nyokas, Nikola Karabatic, Kentin Mahe, Mathieu Grebille, William Accambray, Cédric Sorhaindo, Michaël Guigou, Luka Karabatic, Valentin Porte.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert