„Við verðum að gera okkur annað sætið að góðu en ef mér hefði verið boðið eitt stig í morgun hefði ég þegið það,“ sagði Vignir Svavarsson, landsliðsmaður í handknattleik og einn þeirra sem bar hitan og þungann var frábærum varnarleik í jafnteflisleik við Evrópumeistara Frakka, 26:26, á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Duheil-íþrótttahöllinni í Doha í Katar í kvöld.
„Það er svona þegar maður á síðustu sóknina í jafnri stöðu þá vill maður fá bæði stigin,“ segir Vignir sem telur að þrátt fyrir góðan leik í kvöld geti íslenska liðið gert ennþá betur en það mætir Tékkum á fimmtudagskvöldið.