Svekktur að hafa ekki skorað

„Mjög svekktur er að hafa ekki náð að vinna leikinn. Á morgun verður maður kannski ánægður með stigið,“ sagði Aron Pálmarsson, við mbl.is þegar hann gekk að leikvelli í kvöld eftir jafnteflisleikinn við Frakka, 26:26, á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Duheil íþróttahöllinni í Doha í Katar.

„Mér fannst við eiga sigurinn skilið. Ég er bara svekktur yfir að hafa ekki skorað úr síðasta skotinu sem mér var treyst fyrir að taka,“ sagði Aron Pálmarsson en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert