Vorum grútlélegir

„Við spiluðum alls ekki nógu vel og Tékkarnir keyrðu hreinlega yfir okkur. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, eftir 11 marka skell íslenska landsliðsins gegn Tékkum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Doha í Katar í kvöld.

„Nú standa málin þannig að við erum á leið í hreina úrslitaleik við Egypta á laugardaginn sem við verðum að vinna til þess að komast í 16-liða úrslitin. Við verðum að spila mikið betur en þetta. Við vorum grútlélegir. Umskiptin eru ótrúlega á liðinu á milli leikja,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert