Aron spilar ekki gegn Egyptum

Örnólfur Valdimarsson og Aron Pálmarsson
Örnólfur Valdimarsson og Aron Pálmarsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptum í leiknum mikilvæga á heimsmeistaramótinu í Katar á morgun.

Örnólfur Valdimarsson læknir íslenska liðsins staðfesti þetta rétt í þessu á fréttamannafundi íslenska liðsins í Doha.

Aron fór af velli eftir rúmar 20 mínútur gegn Tékkum í gærkvöld eftir að hafa fengið höfuðhögg og óttast var að um heilahristing  væri að ræða.

Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari hugar að Aroni Pálmarssyni eftir höggið …
Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari hugar að Aroni Pálmarssyni eftir höggið sem hann fékk í gær. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert