Besta lið Egypta frá 2001

Ahmed Elahmar tekur við viðurkenningu sem maður leiksins þegar Egyptar …
Ahmed Elahmar tekur við viðurkenningu sem maður leiksins þegar Egyptar mættu Svíum. EPA

Egypt­ar, and­stæðing­ar Íslend­inga í dag, eru fremsta hand­knatt­leiksþjóð Afr­íku þegar horft er til sög­unn­ar, enda þótt þeir séu ekki ríkj­andi Afr­íku­meist­ar­ar í dag.

Egypska liðið mátti sætta sig við þriðja sætið á Afr­íku­mót­inu í Als­ír í fyrra. Þar vann Als­ír sig­ur á Tún­is, 25:21, í úr­slita­leik og Egypt­ar fengu bronsið með því að sigra Angóla, 31:24. Áður lögðu þeir Mar­okkó 24:15 í átta liða úr­slit­um. Í riðlakeppn­inni höfðu þeir sigrað Kam­erún, Senegal, Ga­bon og Líb­íu, alla leik­ina með 9 til 12 marka mun, en töpuðu fyr­ir Tún­is.

Egypt­ar hafa fimm sinn­um orðið Afr­íku­meist­ar­ar frá því þeir tóku fyrst þátt árið 1979 en þeir hafa sex sinn­um mátt sætta sig við silfrið og sex sinn­um fengið bronsverðlaun - sem hef­ur nú orðið hlut­skipti þeirra tvisvar í röð á mót­inu. Þá hafa þeir unnið hand­knatt­leikskeppni Ar­ab­a­leik­anna í öll sjö skipt­in sem þeir hafa farið fram frá ár­inu 1992 og hand­knatt­leikskeppni Afr­íku­leik­anna í sex skipti af níu, fyrst árið 1965.

Egypt­ar eiga langa sögu á heims­meist­ara­móti. Þeir voru meðal and­stæðinga Íslend­inga á HM í Tékkó­slóvakíu árið 1964 en Ísland vann þar ör­ugg­an sig­ur, 16:8.

Þeir hafa síðan verið með í loka­keppni HM sam­fleytt frá 1993. Besta ár­angr­in­um náðu þeir í Frakklandi árið 2001 þegar þeir léku um bronsverðlaun­in en töpuðu fyr­ir Júgó­slöv­um. Egypt­ar unnu alla leiki sína í riðlakeppn­inni það ár og lögðu m.a. Íslend­inga, 24:22.

Egypska liðið varð í 6. sæti á HM á Íslandi 1995 og aft­ur í Jap­an 1997, og þá endaði það í 7. sæti á sín­um heima­velli á HM árið 1999. Þá höfnuðu Egypt­ar í 6. sæti í hand­knatt­leikskeppni Ólymp­íu­leik­anna í Atlanta 1996 og í 7. sæti í Syd­ney árið 2000. 

Þetta öfl­uga egypska lið byggði á leik­mönn­um sem urðu heims­meist­ar­ar ung­menna árið 1993, þar sem Ísland hafnaði ein­mitt í þriðja sæti, og varð þá fyrsta lið utan Evr­ópu til að vinna slík­an titil í hand­knatt­leiksíþrótt­inni.

Egypt­um hef­ur hins­veg­ar ekki tek­ist að kom­ast lengra en í 16-liða úr­slit frá ár­inu 2001 en nú virðast þeir komn­ir með sitt besta lið í rúm­an ára­tug og eru til alls vís­ir í þess­ari keppni í Kat­ar.

Í leikn­um í dag er rétt að benda fólki á að fylgj­ast með örv­hentu skytt­unni Ah­med Ela­hm­ar. Hann er af mörg­um tal­inn besti leikmaður í sögu egypsks hand­bolta, jafn­vel betri en  Hus­sein Zaky sem var þeirra lyk­ilmaður lengi og lék m.a. með Ciu­dad Real. Ela­hm­ar er þrítug­ur og spil­ar með El Jaish í Kat­ar og er því á heima­velli í dag.

Aly Mohamed er næst markahæsti leikmaður Egypta á HM. Hann …
Aly Mohamed er næst marka­hæsti leikmaður Egypta á HM. Hann spil­ar með Al Jazira í heimalandi sínu. EPA
Mohamed Bakir markvörður Egypta er elsti leikmaður HM, fertugur að …
Mohamed Bak­ir markvörður Egypta er elsti leikmaður HM, fer­tug­ur að aldri, nokk­ur­um árum eldri en rúss­nesk­ur leikmaður sem einnig er fædd­ur á því herr­ans ári 1974. EPA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert