„Íslendingar eru með gott lið“

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. EPA

Guðmundur Guðmundsson þjálfari danska landsliðsins vill ekki gera mikið úr því að hann mætir liðinu sem hann hefur þjálfað og spilað með en Danir og Íslendingar mætast í 16-liða úrslitunum á HM í Katar á mánudaginn.

„Ég get ekki verið að spá mikið í þessa hluti. Þetta er bara eins og hver annar mótherji. Íslendingar náðu góðum úrslitum á móti Egyptum. Þeir eru með gott lið sem við mætum,“ sagði Guðmundur eftir sigur sinna manna gegn Pólverjum í kvöld en með þeim sigri enduðu Danir í öðru sæti í riðlinum á eftir Þjóðverjum.

„Við bætum okkur frá leik til leiks og það er mjög mikilvægt. Við erum að vinna í mörgum mismunandi hlutum og erum gagnrýnir á okkur sjálfa. Það er ýmislegt í okkar leik sem við getum bætt,“ sagði Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert