„Gaman að mæta Íslendingum“

Mikkel Hansen stórskytta Dana.
Mikkel Hansen stórskytta Dana. AFP

Mikkel Hansen stórskytta danska landsliðsins segir að það verði gaman að mæta Íslendingum en þjóðirnar eigast við í 16-liða úrslitunum á HM í Katar annað kvöld.

„Ég hlakka mjög mikið til næsta leiks sem verður á móti Íslendingum. Það verður gaman að mæta þeim. Ísland er með lið sem við þekkjum vel og þjálfari okkar þekkir það enn betur,“ sagði Hansen við vef danska ríkissjónvarpsins, DR.

„Þetta verður erfiður leikur en þetta er lið sem við verðum að slá út og ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Hansen.

Íslendingar höfðu betur, 30:29, gegn Dönum á æfingamóti í Danmörku fyrir HM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert