Aron ekki með gegn Dönum

Aron Pálmarsson t.h. leikur ekki með íslenska landsliðinu í kvöld …
Aron Pálmarsson t.h. leikur ekki með íslenska landsliðinu í kvöld gegn Dönum á HM. mbl.is/Golli

Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar það mætir danska landsliðinu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Að vandlega athuguðu máli hefur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari ákveðið að stilla upp sama liði og gegn Egyptum en þann leik lék Aron Pálmarsson ekki heldur.

Aron fékk högg á kjálkann í fyrri hálfleik gegn Tékkum í síðustu viku og fann til einkenna heilahristings í kjölfarið. Hann hefur síðan verið undir eftirliti læknis íslenska landsliðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert