Eina tap Guðmundar er gegn Íslendingum

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Dana ræðir við sína leikmenn á …
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Dana ræðir við sína leikmenn á HM. EPA

Danir hafa aðeins tapað einum leik undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar en Danir og Íslendingar eigast við í 16-liða úrslitunum á HM í Katar í kvöld.

Guðmundur hefur stýrt danska landsliðinu í 11 leikjum og hafa Danir unnið átta þeirra, gert tvö jafntefli og tapað einum. Tapleikurinn leit dagsins ljós á æfingamóti í Danmörku fyrir HM þar sem sem Íslendingar fögnuðu sigri, 30:29.

Danir hafa gert tvö jafntefli á HM í Katar. Fyrst á móti Argentínu og síðan gegn Þjóðverjum, lærisveinum Dags Sigurðssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert