Frakkar fóru létt með Argentínu

Argentínumaðurinn Leonardo Querin reynir að stöðva Frakkan Nikola Karabatic í …
Argentínumaðurinn Leonardo Querin reynir að stöðva Frakkan Nikola Karabatic í leiknum í kvöld. EPA

Frakkar voru ekki í nokkrum vandræðum með að sigra Argentínumenn í sextán liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Katar í kvöld. Lokatölur urðu 33:20.

Frakkar mæta því Slóvenum í átta liða úrslitunum á miðvikudaginn.

Frakkar breyttu stöðunni úr 6:3 í 10:3 um miðjan fyrri hálfleik og þar með var mótspyrna Argentínumanna brotin á bak aftur. Staðan var orðin 16:6 í hálfleik og 25:11 um miðjan síðari hálfleik.

Valentin  Porte skoraði 6 mörk fyrir Frakka, Guillaume Joli 5 og Michaël Guigou 4 en Gonzalo Matias Carou gerði 4 mörk fyrir Argentínumenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert