Fjórtán marka sigur hjá Rússum

Rússinn Konstantin Igropulo reynir að brjóta sér leið framhjá Senjamin …
Rússinn Konstantin Igropulo reynir að brjóta sér leið framhjá Senjamin Buric í dag. EPA

Rússar enduðu í 19. sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar eftir sigur á Bosníumönnum í forsetabikarnum í dag.

Rússarnir unnu öruggan sigur, 42:28, en sem kunnugt slógu Bosníumenn lið Íslendinga út í umspili um sæti á HM síðastliðið sumar. Þetta var frumraun Bosníu á heimsmeistaramóti og liðið endar í 20. sæti eftir einn sigur, gegn Íran, og sex tapleiki. Rússar unnu tvo leiki og töpuðu fimm, og mega muna sinn fífil fegri.

Dmitri Kovalev var markahæstur í liði Rússanna með 6 mörk og þeir Alexander Dereven og Samvel Dejan Aslanjan voru með 5 mörk hvor. Hjá Bosníumönnum var Dejan Malinovic markahæstur með 6 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert