Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnar í 11. sæti heimsmeistaramótsins í Katar, samkvæmt niðurröðun IHF á þeim liðum sem féllu út í 16 liða úrslitunum í gær. Makedónía er í 9. sæti, Svíþjóð í 10. sæti, Ísland í 11. sæti. Argentína í 12. sæti, Austurríki í 13. sæti, Egyptaland í 14. sæti, Túnis í 15. sæti og Brasilía er í 16. sæti.
Þetta er í átjánda sinn sem Ísland leikur í lokakeppni HM og tíu sinnum hefur liðið náð betri árangri. Einu sinni 5. sæti (1997), þrisvar 6. sæti (1961, 1986 og 2011), einu sinni 7. sæti (2003), tvisvar 8. sæti (1993 og 2007), einu sinni 9. sæti (1964) og tvisvar 10. sæti (1958 og 1990).
Þetta er í þriðja sinn sem Ísland endar í 11. sætinu en áður gerðist það 1970 og 2001.
Ísland hefur því aðeins fimm sinnum endað neðar en þetta á átján heimsmeistaramótum.