Bent Nyegaard handboltaspekingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 gaf leikmönnum og Guðmundi Guðmundssyni einkunn í síðasta skipti á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar en Danir unnu Króata í leiknum um fimmta sætið á mótinu.
Nyegaard gaf Guðmundi 4 í einkunn en Nyegaard sagði að danska liðið hafi verið tilbúið í leikinn andlega og líkamlega. Hann gagnrýndi hins vegar Guðmund fyrir að nota ekki þrjá af leikmönnum liðsins í leiknum.
Hans Óttar Lindberg fékk hæstu einkunn leikmanna liðsins eða 6 og þeir Mads Christiansen og Niklas Landin fengu báðir 5.