Katar í sögubækurnar

Valero Rivera þjálfari Katar messar yfir sínum mönnum.
Valero Rivera þjálfari Katar messar yfir sínum mönnum. EPA

Lið Kat­ar skráði nafn sitt í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans í gær þegar það tryggði sér sæti í úr­slita­leik heims­meist­ara­móts­ins með sigri gegn Pól­verj­um.

Þetta er í fyrsta skipti sem lið utan Evr­ópu kemst í úr­slita­leik­inn um heims­meist­ara­titil­inn og þetta er í fyrsta skipti sem lið frá Asíu nær svo langt á HM.

Kat­ar mæt­ir marg­föld­um heims­meist­ur­um Frakka í úr­slita­leikn­um í Doha á morg­un en Frakk­ar eru ríkj­andi Evr­ópu- og ólymp­íu­meist­ar­ar.

Val­ero Ri­vera þjálf­ari Kat­ara get­ur líka kom­ist í sögu­bæk­urn­ar en verði Kat­ar heims­meist­ari ger­ist það í fyrsta sinn sem þjálf­ari ver titil­inn en hann gerði Spán­verja að heims­meist­ur­um á HM á Spáni 2013.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert