Pólverji úrskurðaður í hálfs árs bann

Leikmenn og þjálfari pólska landsliðsins.
Leikmenn og þjálfari pólska landsliðsins. EPA

Framganga Pólverja eftir tapið gegn Köturum í undanúrslitun heimsmeistaramótsins í handknattleik hefur dregið dilk á eftir sér.

Leikmenn pólska landsliðsins og forráðamenn þess voru afar ósáttir með frammistöðu serbnesku dómaranna og sögðu þá hafa verið á bandi Katara en gestgjafarnir fóru með sigur af hólmi og leika til úrslita um heimsmeistaratitlinn gegn Frökkum á morgun.

Aganefnd Alþjóða handknattleikssambandsins hefur nú úrskurð einn af forráðamönnum pólska landsliðsins, Rafal Markowski, í hálf árs bann. Markowski helti sér yfir eftirlitsmann leiksins á meðan leik stóð og eftir hann og auk bannsins var pólska handknattleikssambandið sektað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert