„Katar er sigurstranglegri“

Markverðir Danijel Saric og Goran Stojanovic ásamt stórskyttunni Zarko Markovic.
Markverðir Danijel Saric og Goran Stojanovic ásamt stórskyttunni Zarko Markovic. EPA

Það ræðst í dag hvort það verður Frakkland eða Katar sem hampar heimsmeistaratitlinum í handbolta en úrslitaleikur Evrópu- og ólympíumeistara Frakka og gestgjafanna í Katar fer fram í Doha í Katar í dag.

Nikola Karabatic, einn af lykilmönnum Frakka, telur að Katarar séu sigurstranglegri en Katar er fyrsta þjóðin utan Evrópu sem kemst í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn.

„Katar er á heimavelli og við vitum hvað það þýðir í handboltanum. Þetta verður mjög erfiður leikur. Það verða nær allir áhorfendur á bandi Katar en maður fær ekki mörg tækifæri á að spila úrslitaleik svo við gefum allt í leikinn. Katar er hins vegar sigurstranglegra liðið,“ segir Karabatic.

Úrslitaleikur Frakklands og Katar hefst klukkan 16.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert