Guðmundur aflýsti æfingum

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari ólympíumeistara Dana í handknattleik.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari ólympíumeistara Dana í handknattleik. AFP

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari ólympíumeistara Dana í handknattleik karla, hefur aflýst öllum æfingum landsliðsins sem fram áttu að fara á milli jóla og nýars. Þess í stað hefst undirbúningur danska landsliðsins á öðrum degi nýs árs. 

Danska landsliðið átti að koma saman í fyrsta sinn í dag. Vegna mikils álags á mörgum leikmönnum landsliðsins, ekki síst þeim sem leika með þýskum félagsliðum, ákvað Guðmundur að hætta við allar æfingar á milli hátíðanna til þess að gefa mönnum tíma til þess að kasta mæðinni áður en að undirbúningi fyrir HM í Frakklandi hefst. 

Fyrsta æfing danska landsliðsins verður sunnudaginn 2. janúar. HM í Frakklandi hefst níu dögum síðar. 

HM í Frakklandi verður síðasta stórmótið sem Guðmundur Þórður stýrir danska landsliðinu. Hann ákvað fyrir nokkrum vikum að ganga ekki til viðræðna við danska handknattleikssambandið um gerð nýs starfssamnings sem tæki við af núverandi samningi sem rennur út um mitt næsta ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert