Fyrsta stigið á HM

Staðan í riðli Íslands í B-riðli á heims­meist­ara­móti karla í hand­knatt­leik í Metz í Frakklandi er að verða snú­in eft­ir að Ísland og Tún­is gerðu jafn­tefli 22:22 í þriðju um­ferð riðlakeppn­inn­ar. Ísland þarf vænt­an­lega að vinna bæði Angóla og Makedón­íu til að kom­ast í 16-liða úr­slit­in. 

Makedón­ía, Spánn og Slóven­ía eru með 4 stig hvert en Ísland, og Tún­is með stig og Angóla er án stiga. Hinir tveir leik­irn­ir í þriðju um­ferð í riðlin­um eiga eft­ir að fara fram. Makedón­ía vann Tún­is í fyrstu um­ferð og Tún­is á því eft­ir að mæta Slóven­íu en Ísland er búið að leika við tvö sterk­ustu liðin: Spán og Slóven­íu, en þeir leik­ir töpuðust báðir. 

Eft­ir erfiðan fyrri hálfleik þar sem Ísland lenti fjór­um mörk­um und­ir um tíma þá var út­litið orðið nokkuð gott um tíma í síðari hálfleik. Tún­is var yfir 13:11 að lokn­um fyrri hálfleik. Íslenska liðið byrjaði afar vel í seinni hálfleik og vann upp for­skotið á nokkr­um mín­út­um og komst yfir. Tún­is komst aft­ur yfir en þá náði Ísland aft­ur for­yst­unni og var tveim­ur mörk­um yfir og með bolt­ann þegar 9 mín­út­ur voru eft­ir. 

Lokakafl­inn var hins veg­ar erfiður fyr­ir bæði liðin. Ísland fór í sókn í stöðunni 22:22 þegar um mín­úta var eft­ir. Ekki skapaðist gott færi í þeirri sókn og Ásgeir Örn skaut af frem­ur löngu færi þegar 20 sek­únd­ur voru eft­ir. Tún­is fékk því síðustu sókn­ina og Aron Rafn Eðvars­son varði á síðustu sek­únd­unni. 

Aron lék í mark­inu í síðari hálfleik og stóð sig vel. Hann varði 8 skot í síðari hálfleik og á sinn þátt í því að Ísland náði stigi. Eins og ég skrifaði í hálfleik þá þurfti ís­lenska liðið fleiri mörk úr hraðaupp­hlaup­um til að eiga mögu­leika. Þau komu í seinni hálfleik. Vörn­in var sterk í seinni hálfleik og þá komu nokk­ur mörk úr hraðaupp­hlaup­um frá Guðjóni, Ómari og Ólafi. Þau voru dýr­mæt en á móti kom að okk­ar menn gerðu alltof mörg mis­tök í sókn­inni. Allt of marg­ar sókn­ir runnu út í sand­inn vegna lé­legra send­inga og ým­issa tækni­m­istaka. Menn hafa bara ekki efni á slíku á HM. En sem bet­ur fer gerðu Tún­is­bú­ar einnig sín mis­tök. 

Eins og áður nýtti Geir leik­manna­hóp­inn býsna vel og marg­ir komu við sögu. Ungu menn­irn­ir Arn­ar, Ómar og Jan­us átti til dæm­is all­ir fína spretti. Guðjón nýtt­ist vel í hraðaupp­hlaup­um, Rún­ar var áræðinn og Bjarki Már Gunn­ars kom sterk­ur inn í miðja vörn­ina. Sér­stak­lega var hann góður í seinni hálfleik. Eins og áður seg­ir var Aron Rafn sterk­ur í seinni hálfleik. Geir Sveins­son er bú­inn að setja sam­an öfl­uga vörn þrátt fyr­ir að ís­lenska liðið vanti há­vaxna og þunga menn í sam­an­b­urði við sterk­ustu þjóðirn­ar. 

Ísland er enn í bar­áttu um þriðja sætið en þá þarf liðið að vinna báða leik­ina sem eft­ir eru. Síðasti leik­ur­inn í riðlin­um gegn Makedón­íu verður vænt­an­lega úr­slita­leik­ur um að kom­ast í 16-liða úr­slit­in. 

Ísland 22:22 Tún­is opna loka
Guðjón Valur Sigurðsson - 5
Ómar Ingi Magnússon - 4 / 1
Rúnar Kárason - 4
Ólafur A. Guðmundsson - 3
Arnór Atlason - 2
Arnar Freyr Arnarsson - 2
Janus Daði Smárason - 2
Mörk 12 / 3 - Amine Bannour
5 - Oussama Boughanmi
2 - Amen Toumi
1 - Mosbah Sanai
1 - Sobhi Saied
1 - Tarak Jallouz
Aron Rafn Eðvarðsson - 8
Björgvin Páll Gústavsson - 2 / 1
Varin skot 15 / 1 - Makrem Missaoui

14 Mín

Brottvísanir

6 Mín

mín.
60 Leik lokið
Jafntefli er niðurstaðan eftir spennuleik. 22:22. Okkar menn eru súrir sem skiljanlegt er. Þeir voru tveimur mörkum yfir þegar 9 mínútur voru eftir.
60 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
Varði síðasta skot leiksins úr horninu.
60 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Erfitt skot af löngu færi hjá Ásgeiri. 20 sek eftir.
59 22 : 22 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Gegnumbrot en færið nokkuð þröngt
58 22 : 21 - Arnar Freyr Arnarsson (Ísland) skoraði mark
Jááááááá. STökk inn í teiginn og sló boltann í markið. Magnað.
58 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Ólafi
58 Túnis tapar boltanum
Leiktöf. Góð vörn hjá okkar mönnum.
57 Túnis tekur leikhlé
Túnis tekur leikhlé. Gríðarlega mikilvægar lokamínútur. Ekki bara vegna þessa leiks heldur einnig varðandi stöðuna í riðlinum. Þessi lið berjast við Makedóníu um tvö sæti í 16-liða úrslitum. SPánn og Slóvenía eru í góðri stöðu.
57 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Guðjóni úr horninu. Túnis getur komist yfir.
56 21 : 21 - Oussama Boughanmi (Túnis) skoraði mark
Hornið galopnaðist fyrir hann.
56 Ísland tapar boltanum
Ruðningur dæmdur á Ólaf G. Þessi dómur var vafasamur svo ekki sé meira sagt. En Túnis nær ekki að skjóta í opið mark Íslands.
55 21 : 20 - Amine Bannour (Túnis) skorar úr víti
Eins marks forskot. 21:20. Íslendingar manni færri.
55 Túnis (Túnis) fiskar víti
55 Janus Daði Smárason (Ísland) fékk 2 mínútur
Hans þriðja brottvísun. Bakhrinding. Túnis reyndi sirkusmark. Janus braut á manninum sem hoppaði inn í teig til að taka á móti sendingunni.
54 21 : 19 - Arnór Atlason (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot.
53 20 : 19 - Oussama Boughanmi (Túnis) skoraði mark
Úr horninu. Virkilega snjall hornamaður.
53 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Rúnari
51 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
Vel gert Aron.
51 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Arnóri Atla.
51 Ísland tekur leikhlé
Tækifæri til að ná þriggja marka forskoti.
51 Túnis tapar boltanum
Íslenska liðið er aftur að ná tökum á leiknum.
50 20 : 18 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skorar úr víti
Klobbaði gamla manninn í markinu.
50 Amine Bannour (Túnis) fékk 2 mínútur
50 Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) fiskar víti
50 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
Úr dauðafæri af línunni.
49 19 : 18 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Löng sending Arons. Virkilega vel gert.
49 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
48 Ísland tapar boltanum
Þriggja marka forskot farið og Túnis getur komist yfir
47 18 : 18 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Gegnumbrot. Tíunda mark hans.
47 Ísland tapar boltanum
46 18 : 17 - Amine Bannour (Túnis) skorar úr víti
Aron Rafn í markinu. Er að verja vel en þegar Björgvin hefur varið 6 víti í mótinu þá á að skipta honum inn á í vítaköstunum að mínu mati.
46 Janus Daði Smárason (Ísland) fékk 2 mínútur
Braut á leikmanni í hraðaupphlaupi
46 Túnis (Túnis) fiskar víti
46 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
Túnis fær víti
45 Ísland tapar boltanum
45 Mosbah Sanai (Túnis) skýtur framhjá
44 18 : 16 - Rúnar Kárason (Ísland) skoraði mark
Einhvers konar slow motion seinni bylgja hjá Rúnari og Ómari sem skilaði engu að síður marki eftir gegnumbrot.
44 Túnis tapar boltanum
43 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Rúnari
42 17 : 16 - Amen Toumi (Túnis) skoraði mark
Af línunni. Ómar Ingi komst inn í sendingu en Toumi komst inn í sendinguna frá Ómari og skoraði.
42 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Arnóri Atla. Nokkuð löng sókn og ágæt skottilraun. Náðu að naga niður refsitímann.
41 17 : 15 - Oussama Boughanmi (Túnis) skoraði mark
Úr vinstra horninu. Tveggja marka forysta.
40 17 : 14 - Ólafur A. Guðmundsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Einn á móti markverði.
40 Ísland tapar boltanum
Bjarki Gunnars stelur boltanum
40 Janus Daði Smárason (Ísland) fékk 2 mínútur
39 16 : 14 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Tvö slík í röð frá Guðjóni. Minnir á gömlu góðu dagana.
39 Ísland tapar boltanum
Jááá Bjarki Gunnars fékk ruðning á Túnis.
38 15 : 14 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
38 Túnis tapar boltanum
38 Ísland tapar boltanum
Boltinn fór í fót Ólafs.
37 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
Aron stendur sig vel í upphafi síðari hálfleiks.
37 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Guðjóni í horninu.
36 14 : 14 - Tarak Jallouz (Túnis) skoraði mark
36 Túnis tekur leikhlé
Þeir hafa verið furðu kæruleysislegir í sínum aðgerðum í upphafi síðari hálfleiks. Bæði í vörn og sókn .
36 14 : 13 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Löng sending Janusar. Ísland komið yfir. Óskabyrjun í seinni hálfleik.
36 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
35 13 : 13 - Rúnar Kárason (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot. Vörnin galopnaðist raunar. Loksins hefur Ísland jafnað.
34 Túnis tapar boltanum
Ruðningur dæmdur
34 Túnis (Túnis) fékk 2 mínútur
34 12 : 13 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Úr horninu. Missti ekki kjarkinn þótt hann hafi brennt af hraðaupphlaupi.
33 Túnis tapar boltanum
32 Ómar Ingi Magnússon (Ísland) á skot í slá
Ómar einn í gegn í hraðaupphlaupi. Skaut í gólfið upp í slána. Verðum að nýta þessi færi.
32 Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
32 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Ómari
31 Túnis tapar boltanum
31 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Rúnari
31 Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann.
30 Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið. Staðan er 13:11 fyrir Túnis. Vörnin og markvarslan er ekki eins góð og gegn Slóveníu í gær. Íslenska liðið þarf fleiri hraðaupphlaupsmörk til að vinna þennan leik. Uppstillt sókn hefur batnað eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn. Munurinn er ekki nema tvö mörk þrátt fyrir að manni finnist íslenska liðið eiga nokkuð inni. Ef liðið bætir sinn leik í seinni hálfleik þá eru fínar líkur á íslenskum sigri. Engin einn leikmaður hefur verið meira áberandi en annar í íslenska liðinu en nokkrir eru í fínum takti við leikinn og markaskorið hefur dreifst vel.
30 Marouan Chouiref (Túnis) skýtur framhjá
30 Ísland tapar boltanum
Boltinn dæmdur af Íslandi.
30 11 : 13 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Skot fyrir utan. Hans áttunda mark. Þetta er farið að minna mann á leik gegn Noregi fyrir áratug eða svo.
29 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Rúnari
28 Mosbah Sanai (Túnis) skýtur framhjá
28 11 : 12 - Ólafur A. Guðmundsson (Ísland) skoraði mark
Lyfti sér upp fyrir utan
27 10 : 12 - Mosbah Sanai (Túnis) skoraði mark
Fast skot fyrir utan
27 Bjarki Már Gunnarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Missti Bannour framhjá sér.
27 10 : 11 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Undirhandarskot
26 9 : 11 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Hvað er málið með þennan mann? Sjö mörk hjá honum.
26 Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) á skot í slá
25 Túnis tapar boltanum
24 9 : 10 - Rúnar Kárason (Ísland) skoraði mark
Önnur bylgja. Þetta er allt að koma
24 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
23 Túnis tekur leikhlé
Tvö mörk í röð frá Íslandi
23 8 : 10 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Af línunni
23 Túnis tapar boltanum
21 7 : 10 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot
21 6 : 10 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Sex mörk frá honum á 20 mínútum!
20 6 : 9 - Ómar Ingi Magnússon (Ísland) skoraði mark
Úr þröngu færi í horninu. Hans fyrsta mark á stórmóti. Þau eiga eftir að verða mun fleiri.
19 5 : 9 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Hann fer á kostum. Íslenska vörnin er ekki eins góð og gegn Slóveníu í gær.
19 5 : 8 - Arnar Freyr Arnarsson (Ísland) skoraði mark
Af línunni.
18 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Bakhrinding.
18 4 : 8 - Sobhi Saied (Túnis) skoraði mark
Gegnumbrot.
17 Makrem Missaoui (Túnis) ver víti
Frá Guðjóni. Fyrsta korterið lofar ekki góðu fyrir okkar menn.
17 Janus Daði Smárason (Ísland) fiskar víti
Nýkominn inn á.
16 4 : 7 - Oussama Boughanmi (Túnis) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi
16 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð sending.
16 Amine Bannour (Túnis) á skot í stöng
15 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Ólafi Guðmunds
14 Túnis tapar boltanum
Boltinn dæmdur af Túnis
14 Ísland tapar boltanum
Björgvin reyndi hraðaupphlaupssendingu sem klikkaði.
13 Túnis tapar boltanum
13 4 : 6 - Ólafur A. Guðmundsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Komst inn í sendingu. Stakk af og skoraði. Dýrmætt.
13 Túnis tapar boltanum
12 Ísland tapar boltanum
Línusending náði ekki til Kára.
12 Ísland tekur leikhlé
12 3 : 6 - Amen Toumi (Túnis) skoraði mark
Yfir allan völlinn. Annað mark Túnis í opið mark Íslands þar sem markvörðurinn hefur verið tekinn út af í sókninni. Þótt handboltinn sé að þróast út í þessa taktík hjá mörgum liðum þá er pirrandi að fá á sig svona mörk í mikilvægum leikjum.
12 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
11 3 : 5 - Amine Bannour (Túnis) skorar úr víti
10 Túnis (Túnis) fiskar víti
10 Oussama Boughanmi (Túnis) fékk 2 mínútur
hahahaha. Björgvin Páll reddaði okkur þarna. Lét Boughanmi heyra það fyrir leikaraskapinn og sá spratt á fætur og lét Björgvin fá það óþvegið. Dómararnir ráku hann þá einnig út af ásamt Rúnari.
10 Rúnar Kárason (Ísland) fékk 2 mínútur
Mér sýndist vera um leikaraskap að ræða hjá Túnisbúanum.
9 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð sending hjá Kára.
7 3 : 4 - Oussama Boughanmi (Túnis) skoraði mark
Yfir allan völlinn í opið mark Íslands.
7 Makrem Missaoui (Túnis) varði skot
Frá Arnóri Gunnars
7 3 : 3 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Örvhenta skyttan hefur skorað öll mörk Túnis
7 3 : 2 - Arnór Atlason (Ísland) skoraði mark
Undirhandarskot. Gott að fá þetta mark verandi manni færri.
6 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) ver víti
Jáá Bjöggi. Hefur varið ótrúlega háa prósentu vítakasta í mótinu. Hefur varið sex víti af níu í fyrstu leikjunum.
6 Ólafur A. Guðmundsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Óþarfa brot hjá Ólafi.
6 Túnis (Túnis) fiskar víti
5 Rúnar Kárason (Ísland) á skot í stöng
4 Mosbah Sanai (Túnis) skýtur framhjá
4 Ísland tapar boltanum
4 2 : 2 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Hröð miðja.
3 2 : 1 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Aldursforsetinn langfljótastur fram.
3 Túnis tapar boltanum
2 1 : 1 - Rúnar Kárason (Ísland) skoraði mark
Lyfti sér upp á punktalínunni. Vel gert.
1 0 : 1 - Amine Bannour (Túnis) skoraði mark
Úr horninu
1 Leikur hafinn
Túnis byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Björgvin byrjar í markinu.
0 Textalýsing
Búið að renna þjóðsöngvum beggja þjóða í gegn. Leikurinn ætti nú að hefjast eftir augnablik.
0 Textalýsing
Ekki er annað vitað en að allir okkar menn gangi heilir til skógar eftir fyrstu tvo leikina á HM. Ekki er vitað til þess að einhver hafi orðið fyrir meiðslum í spennuleiknum gegn Slóveníu í gær. Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fékk hvíld í gær, og tók einungis vítaköstin, og getur því verið ferskur í dag.
0 Textalýsing
Wael Jallouz er sá leikmaður Túnis sem stendur þeirra fremstur um þessar mundir enda leikur hann fyrir stórlið Barcelona. Áður var hann hjá Kiel og Alfreð Gíslason fékk hann þangað. Ljóst er að það eru engir meðalmenn sem eru bæði mðe Kiel og Barcelona á ferilskránni. Jallouz er tæplega 26 ára gamall og hörkuskytta.
0 Textalýsing
Landsliðsmenn Túnis hafa oftast nær spilað í frönsku deildinni. Deildin hefur verið mjög sterk síðustu tuttugu árin eða svo og leikmenn Túnis spila því alvöru handbolta. Nokkrir leikmenn frá Túnis hafa spilað með stórliðinu Montpellier í gegnum tíðina. Þar má nefna línumanninn þrautreynda Issam Tej.
0 Textalýsing
Túnis hefur af og til gengið vel á stórmótunum. Lið þeirra vakti til dæmis nokkra athygli hér á Íslandi þegar Íslendingar héldu HM árið 1995. Var Túnis raunar í riðli Íslands. Liðið tapaði með aðeins eins marks mun fyrir Króatíu í 16-liða úrslitum sem fór alla leið í úrslitaleikinn. Túnis hefur væntanlega aldrei vakið jafn mikla athygli og þegar HM fór fram í Túnis tíu árum síðar. Túnis komst þá alla leið í undanúrslit keppninnar og átt þá þrjá til fjóra heimsklassa leikmenn.
0 Textalýsing
Túnis hefur oft átt líkamlega sterka leikmenn í handboltanum á síðustu árum og leikurinn í dag mun vafalaust taka mikla orku frá okkar mönnum.
0 Textalýsing
Ísland spilaði síðasta á móti Túnis í lok árs 2012 en þá léku þjóðirnar tvo vináttuleiki í Laugardalshöll. Ísland vann þá báða, 33:26 og 34:23. Síðast mættust liðin í stórkeppni á Ólympíuleikunum í London. Var það annar leikur liðanna í riðlakeppninni. Ísland hafði betur 32:22 en nokkur harka var í leiknum, ekki síst af hálfu leikmanna Túnis.
0 Textalýsing
Ísland og Túnis eru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Ísland tapaði 21:27 fyrir Spáni og 25:26 fyrir Slóveníu en Túnis tapaði 30:34 fyrir Makedóníu og 21:26 fyrir Spáni. Þetta er því leikur uppá líf og dauða í slagnum um sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.
0 Textalýsing
Velkomin með mbl.is í lýsingu frá leik Íslands og Túnis í þriðju umferð B-riðils á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Metz í Frakklandi.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar:

Gangur leiksins: 2:2, 3:4, 4:6, 6:9, 9:10, 11:13, 13:13, 17:14, 18:16, 20:18, 21:20, 22:22.

Lýsandi: Kristján Jónsson

Völlur: Arenes de Metz

Ísland: Björgvin Páll Gústavsson (M), Aron Rafn Eðvarðsson (M). Kári Kristján Kristjánsson, Rúnar Kárason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur A. Guðmundsson, Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Bjarki Már Elísson, Bjarki Már Gunnarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason.

Túnis: Makrem Missaoui (M), Marwane Soussi (M). Amen Toumi, Issam Tej, Skander Zaied, Amine Bannour, Khaled Haj Youssef, Mosbah Sanai, Oussama Boughanmi, Sobhi Saied, Oussama Hosni, Tarak Jallouz, Marouan Chouiref, Mohamed Soussi, Wael Jallouz, Jihed Jaballah.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert