Ákveðnir leikmenn ekki náð sér á strik

Íslendingar eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína …
Íslendingar eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína á HM. AFP

„Ég er ekki ósátt við árangur landsliðsins til þessa á HM,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik og handknattleiksþjálfari.

„Margir leikmenn landsliðsins eru að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu á mótinu. Uppbygging tekur sinn tíma. Hinsvegar er einnig ljóst að ákveðnir leikmenn hafa ekki náð sér á strik og hafa gert alltof mikið af mistökum og þá sérstaklega í sóknarleiknum.

Þegar íslenska liðið var komið með þriggja marka forskot í síðari hálfleik gegn Túnis þá reiknaði maður með að liðið myndi vinna. Svo var ekki. Ég hafði ekki miklar væntingar fyrir mótið vegna breytinga á hópnum og þar af leiðandi er ég ekki óánægð. Liðið á enn möguleika á sæti í 16-liða úrslitum keppninnar,“ sagði Guðríður.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert