Tina Müller, þáttastjórnandi í HM-þætti danska ríkissjónvarpsins, fékk sannkallað hláturskast þegar viðmælandi hennar reyndi að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar í umfjöllun um sigur Íslands á Angóla í gær, á HM í handbolta í Frakklandi.
Viðmælandinn Lars Krogh Jeppesen, fyrrverandi landsliðsmaður Dana, lýsti þeirri skoðun sinni að Ísland hefði átt að vinna leikinn með 20-22 mörkum en að þá gengi ekki að Guðjón Valur klúðraði „svo mörgum færum“ eins og hann orðaði það. Honum mistókst hins vegar hrapallega að bera nafn Guðjóns Vals fram og það vakti mikla kátínu hjá Müller.
Sjón er sögu ríkari, en DR birti þetta myndskeið af hláturskastinu á Facebook-síðu sinni: