Rúm 20% með íslenskan þjálfara

Kristján Andrésson vann silfur með Svía á EM í fyrra.
Kristján Andrésson vann silfur með Svía á EM í fyrra. AFP

Af 24 liðum sem taka þátt í heims­meist­ara­mót­inu í Dan­mörku og Þýskalandi eru fimm þjálfuð af Íslend­ing­um, eða ríf­lega fimmt­ung­ur. Íslensk­ir þjálf­ar­ar hafa aldrei verið fleiri í aðal­hlut­verki á heims­meist­ara­móti en nú.

Áður hafa þeir flest­ir verið fjór­ir, á HM í Kat­ar fyr­ir fjór­um árum. Þá var Dag­ur Sig­urðsson við stjórn­völ­inn hjá þýska landsliðinu, Guðmund­ur Þ. Guðmunds­son með það danska, Pat­rek­ur Jó­hann­es­son með aust­ur­ríska landsliðsins auk Arons Kristjáns­son­ar sem þá þjálfaði ís­lenska landsliðið.

All­ir verða þeir í eld­lín­unni á HM þótt hlut­verk þeirra flestra hafi breyst. Aron er nú með landslið Bareins, Dag­ur með jap­anska landsliðið og Guðmund­ur stýr­ir því ís­lenska. Pat­rek­ur er enn þjálf­ari aust­ur­ríska landsliðsins.

Fimmti þjálf­ar­inn er Kristján Andrés­son, landsliðsþjálf­ari Svíþjóðar. Hann tók við þjálf­un sænska landsliðsins haustið 2016. Und­ir stjórn Kristjáns hafnaði sænska landsliðið í sjötta sæti á HM fyr­ir tveim­ur árum og tapaði í úr­slita­leik fyr­ir Spáni á EM fyr­ir ári.

Spán­verj­ar eru fjöl­menn­ast­ir í hópi þjálf­ara að þessu sinni en sjö Spán­verj­ar stýra liðum á mót­inu.

Grein­in er úr HM-blaði Morg­un­blaðsins sem fylgdi blaðinu miðviku­dag­inn 9. janú­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert