Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki sáttur við forráðamenn Alþjóðahandknattleikssambandsins.
Íslendingar mæta Þjóðverjum í milliriðli heimsmeistaramótsins í München annað kvöld, sólarhring síðar verða Frakkar mótherjarnir og á miðvikudaginn lið Brasilíumanna.
„Þetta verða þrír frábærir leikir við sterka mótherja. Við spilum á laugardaginn og sunnudaginn á móti tveimur af bestu liðum heims. Það er svolítið brjálað leikjaplan og í framtíðinni vona ég að þeir hugsi meira um leikmenn en um sig sjálfa,“ sagði Aron í viðtal við netmiðilinn handball-planet eftir sigurinn gegn Makedóníu í gær.