KR lagði Njarðvík, 82:76, í öðrum leik liðana í úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld og er staðan í einvígi liðana 1:1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en Njarðvík hefur titil að verja. KR átti frábæran kafla í fjórða og síðasta leikhluta þar sem að liðið breytti stöðunni úr 69:72 í 76:72.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur í liði KR með 19 stig en Fannar Ólafsson og Tyson Pattersson skoruðu 16 stig hvor fyrir KR. Jóhann Ólafsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík en Brenton Birmingham var með 16 stig. Liðin eigast við í Njarðvík á laugardaginn.