Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik í kvöld en Keflvíkingar fönuðu sigri í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 78:63.
Snæfellingar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir báru sigurorð af nýliðum Stjörnunar í Stykkishólmi, 101:86. Hlynur Bæringsson var stigahæstur heimamanna með 20 stig.
Íslandsmeistarar KR-inga gerðu góða gerð á Akureyri þar sem þeir lögðu Þórsara, 100:91.
Í Grafarvogi hafði Tindastóll betur á móti Fjölni, 94:91.
Tölfræðin úr leik Snæfells og Stjörnunnar.Tölfræðin úr leik Þórs og KR.Tölfræðin úr leik UMFN og Keflavíkur.