Njarðvíkingar niðurlægðir í Frostaskjóli 103:48

Jakob Sigurðarson leikstjórnandi KR-inga.
Jakob Sigurðarson leikstjórnandi KR-inga. mbl.is/Eggert

KR-ingar og Njarðvíkingar mættust í 8. umferð Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld. KR sigraði með fimmtíu og fimm stiga mun 103:48 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 59:24. KR-ingar eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Njarðvíkingar hafa unnið fjóra leiki af átta. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Stigahæstir hjá KR:

Jason Dourisseau 18

Darri Hilmarsson 17

Stigahæstir hjá Njarðvík:

Friðrik Stefánsson 16

Logi Gunnarsson 11 

 
Seinni hálfleikur:  

4. leikhluti:

Niðurlæging Njarðvíkinga er orðin alger. KR er meira en fimmtíu stigum yfir. Staðan er 101:44 þegar tæpar tvær mínútur eru eftir af leiknum.  

Bæði lið leyfa nú varamönnum sínum að spreyta sig. Staðan er orðin 92:44 þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum.  

3. leikhluti:

KR-ingar eru yfir 86:39 fyrir síðasta leikhluta og eiga því góða möguleika á því að sigra Njarðvík með meira en fimmtíu stiga mun.  

Landsliðsmennirnir Logi og Magnús Gunnarssynir eru ískaldir hjá Njarðvík og hafa einungis skorað ellefu stig samtals þegar þriðji leikhluti er að klárast.  

KR-ingar halda áfram að auka við forskot sitt sem er nú komið í fjörtíu og sjö stig; 80:33 þegar rúmar tvær mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. 

Fyrri hálfleikur: 

 
Stigahæstir hjá KR:

Jasn Dourisseau 15

Darri Hilmarsson 13

Stigahæstir hjá UMFN:

Friðrik Stefánsson 10

Hjörtur Hrafn Einarsson 10 

2. leikhluti:

Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru KR-ingar þrjátíu og fimm stigum yfir í hálfleik: 59:24.  

Yfirburðir KR-inga eru ótrúlega miklir og er staðan orðin 51:20 þeim í hag þegar um fjórar mínútur eru eftir af fyrri hálfleik.  

1. leikhluti: 

KR-ingar er yfir 32:16 eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir héldu í við þá framan af og var staðan um tíma 17:14 en þá gáfu Vesturbæingar í. 

Hægt er fylgjast með viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar á "Live Stat".  Ekki er um slíka útsendingu að ræða frá viðureign ÍR og Skallagríms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka