Stjarnan lagði FSu, 87:79

Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar.
Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjarnan bar sigurorð af FSu, 89:79, í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik, í skemmtilegum og spennandi leik sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Liðin eru þar með jöfn að stigum en bæði hafa þau 6 stig.

Justin Shouse var astkvæðamestur hjá Stjörnunni með 28 stig og næstur kom Jovan Zdraveski með 21. Hjá FSu sem náði mest sex stiga forskoti í þriðja leikhluta var Thomas Viglianco stigahæstur með 19 stig og næstur kom Tyler Dunaway með 17. 

Snæfell vann auðveldan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni suður með sjó, 85:55, þar sem Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur gestanna með 21 stig. Friðrik Stefánsson gerði 15 stig fyrir Njarðvík.

KR vann einnig nokkuð auðveldan sigur á Þór í íþróttahöllinni á Akureyri, lokatölur 97:69. Cedric Isom gerði 30 stig fyrir Þór og þeir Jason Dourisseu, Jakob Sigurðarson og Helgi Magnússon skoruðu 17 stig hvor hjá KR og voru stigahæstir. 

Hægt er skoða tölfræðina úr viðureign Njarðvíkur og Snæfells með því að smella hér.

Hægt er að skoða tölfræðina úr  viðureign Þórs Ak. og KR með því að smella hér.

Staðan í Iceland Express deild karla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert