Jóhann Árni í raðir Keflvíkinga

Jóhann Árni í leik með Njarðvíkingum.
Jóhann Árni í leik með Njarðvíkingum. mbl.is

Körfuboltamaðurinn Jóhann Árni Ólafsson sem lék með þýska liðinu Provero Merlins í vetur hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflavíkur og mun hann skrifa undir samning við Keflvíkinga í dag. Fréttavefurinn vf.is greinir frá þessu í dag.

Jóhann Árni er uppalinn hjá Njarðvíkingum og lék með þeim áður en hann fór til Þýskalands. hann varð Íslandsmeistari með Njarðvíkingum árið 2006 og var útnefndur besti ungi leikmaður deildarinnar.

Jóhann er í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Kýpur þar sem liðið stefnir að því að verja titil sinn á Smáþjóðaleikunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert