Hraði og skemmtun

Hörður Axel Vilhjálmsson er einn af lykilmönnum Keflavíkur-liðsins.
Hörður Axel Vilhjálmsson er einn af lykilmönnum Keflavíkur-liðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Keflavík og Snæfell mætast í fyrsta leik sínum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í kvöld. Þrjá sigra þarf áður en annað hvort liðið getur hampað Íslandsbikarnum og Keflvíkingar hafa heimaleikjaréttinn.

Síðan úrslitakeppnin hófst í körfuknattleik árið 1984 hafa Keflvíkingar 9 sinnum orðið meistarar en Snæfell aldrei. Keflavík hefur 13 sinnum leikið til úrslita og Snæfell þrisvar og Keflvíkingar eiga því fjóra silfurpeninga en Snæfellingar þrjá.

„Ég á ekki von á öðru en þetta verði rosalega skemmtileg rimma tveggja sterkra liða,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, sem lutu í lægra haldi fyrir Keflvíkingum í undanúrslitunum.

Oft hefur verið talað um að Keflvíkingar vilji leika hratt, enda með mikið af góðum skyttum. Sigurður á hins vegar ekkert frekar von á að Keflvíkingar verði einir um að vilja spila hratt. „Snæfellingar hafa alls ekki viljað draga úr hraðanum í vetur og þeir eru ekkert að spila eins og menn hafa talað um. Þeir tóku til dæmis flest þriggja stiga skot í vetur og þeir eru því alveg tilbúnir í hraðan leik. Það kæmi mér því ekki á óvart þó það yrði mikið skorað í þessum leikjum.

Það er mjög margir frábærir leikmenn í báðum þessum liðum þannig að það vantar ekkert upp á það. Bæði lið hafa flottar skyttur og þetta virðist bara stefna í mikið fjör,“ sagði Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert