Bikarmeistarar ÍR leggja KR á útivelli

Bikarmeistarar ÍR unnu KR-inga, 73:65, í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla en leikið var í DHL-höllinni, heimavelli KR. ÍR var stigi yfir í hálfleik, 39:40. Í síðari hálfleik komust KR-ingar sex stigum yfir og virtust vera komnir á sigurbraut en ÍR-ingar voru ekki af baki dottnir og snéru leiknum sér í hag. Steinar Arason, leikmaður ÍR, átti stórleik og gerði fimm þriggja stiga körfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert