Bikarmeistarar ÍR leggja KR á útivelli

Bikarmeistarar ÍR unnu KR-inga, 73:65, í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla en leikið var í DHL-höllinni, heimavelli KR. ÍR var stigi yfir í hálfleik, 39:40. Í síðari hálfleik komust KR-ingar sex stigum yfir og virtust vera komnir á sigurbraut en ÍR-ingar voru ekki af baki dottnir og snéru leiknum sér í hag. Steinar Arason, leikmaður ÍR, átti stórleik og gerði fimm þriggja stiga körfur.

Liðin eigast við á nýjan leik í Seljaskóla á laugardaginn og geta ÍR-ingar með sigri þá tryggt sér sæti í undanúrslitum. Að sama skapi verður KR-liðið, sem hafnaði í öðru sæti í deildarkeppninni, að vinna til þess að tryggja sér oddaleik á heimavelli á þriðjudagskvöldið. Jeramiah Sola gerði 27 stig fyrir KR og Tyson Patterson var með 11 stig. Hjá ÍR var fyrrnefndur Steinar stigahæstur með 20. Nate Brown gerði 17 stig og Keith Wassell 16.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert