Haukar unnu Keflavík í fyrsta leiknum

Haukar sigruðu Keflvíkinga, 87:78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Liðin mætast öðru sinn í Keflavík á laugardaginn.

Haukar voru með undirtökin allan tímann. Staðan var 26:20 eftir fyrsta leikhluta og þeir komust í 42:26 en Keflavík minnkaði muninn í 46:44 fyrir hlé. Haukar voru yfir, 61:55, eftir þriðja leikhluta og héldu forystunni til loka.

Unnur Tara Jónsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir skoruðu mest fyrir Hauka, 18 stig hvor. TaKesha Watson skoraði 33 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir 13.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert