Barcelona sigraði Mallorca, 1:0, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Fernando Navarro varnarmaður Mallorca skoraði sjálfsmark á 88. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahóp Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 59 stig en Sevilla kemur þar á eftir með 55 stig en liðið er þessa stundina að leika gegn Valencia. Eina mark leiksins var frekar skrautlegt en Saviola þrumaði boltanum í stöngina eftir skot af stuttu færi og fór boltinn af miklu afli í Navarro í inn í markið.