KR-ingar Íslandsmeistarar karla í körfubolta

KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. Sverrir Vilhelmsson

KR-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik með því að sigra Njarðvíkinga, 83:81, í fjórða leik liðanna í Vesturbænum en þeir unnu þar með einvígið 3:1. Njarðvík var yfir allan leikinn, frá fyrstu mínútu til síðustu, en KR jafnaði í blálokin, 73:73, og náði síðan undirtökunum í framlengingunni.

Tölfræði leiksins.

Sigurður Elvar Þórólfsson lýsti leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is og hún fer hér á eftir:

Jóhann skorar úr báðum sínum skotum, 83:81. KR-ingar ná ekki góðu skoti, Patterson hittir ekki körfuna þegar 6 sekúndur eru eftir. Jóhann Ólafsson leikur upp allan völlinn en skýtur úr erfiðu færi, hittir ekki, og KR-ingar eru þar með orðnir Íslandsmeistarar.

Dæmd skref á Igor Beljanski, 43 sek. eftir. Sola missir boltann. Kemur boltanum ekki á samherja úr innkasti og dæmar 5 sekúndur á hann. Jóhann Ólafsson er á vítalínunni, 83:79, 32 sekúndur eftir.

Igor Beljanski skorar fyrir Njarðvík, 83:77, 1:26 eftir og Njarðvíkingar fá boltann. Beljanski hefur skorað 27 stig í leiknum.

Azemi með þriggja stiga körfu, 83:75, 2:20 eftir.

3:06 mín eftir af framlengingunni, 80:75, fyrir KR. Allt að verða vitlaust á áhorfendapöllunum. Edmund Azemi hefur skorað 4 stig fyrir KR í framlengingunni. Pálmi 2 og Sola 1. Njarðvíkingar finna ekki leið að körfunni og aðeins Jóhann Ólafsson hefur skorað fyrir liðið.

KR skorar fyrstu fjögur stigin, 77:73.

Jafnt að loknum venjulegum leiktíma, 73:73, og leikurinn er framlengdur. KR hefur aldrei komist yfir í leiknum og síðasta þegar staðan var jöfn í upphafi leiks, 0:0.

Sola jafnar fyrir KR, 73:73, 0,75 sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé.

Tíu sekúndur eftir, KR með boltann, 71:73. Egill Jónasson er inni á vellinum, var ekki með 5 villur eins og ritaraborðið gaf til kynna.

Dæmd eru skref á Brenton Birmingham. KR er með boltann, þegar 1:32 mín eru eftir.

Patterson klikkar á báðum vítaskotunum og Igor Beljanski skorar fyrir Njarðvik, 68:71, 1:32 eftir af leiknum.

Friðrik Stefánsson brýtur af sér á varnarhelming KR, fær sína fimmtu villu, þegar 2:09 mín. eru eftir af leiknum. Staðan er 68:69 og KR á tvö vítaskot og getur komist yfir í fyrsta sinn í leiknum.

Sola skorar fyrir KR, 2:34, eftir af leiknum. Brotið á honum og hann fær vítaskot að auki í stöðunni 67:69. Sola skorar úr vítinu, 68:69.

Allt á hvolfi á ritaraborðinu, skotklukkan er biluð, 3:21 eftir af leiknum og staðan er 65:69, fyrir Njarðvík en Fannar Ólafsson skoraði síðustu stig KR. Dómaraleikhlé.

Egill Jónasson, Njarðvík, fékk sína fimmtu villu þegar 4:48 eru eftir af leiknum. Hann kemur ekki meira við sögu í leiknum. 60:66

Það eru 5.16 mín. eftir af leiknum og er Njarðvík sem fyrr yfir, 65:58.

Njarðvík byrjar betur í fjórða leikhluta og er staðan 55:63, fyrir Njarðví. Friðrik Stefánsson er með 4. villur líkt og Egill Jónasson.

Igor Beljanski skoraði 5 síðustu stig Njarðvíkinga í 3. leikhluta og er staðan, 59:53, fyrir Njarðvík. Hann hefur skorað alls 22 stig í leiknum og er langatkvæðamestur í liði Njarðvíkur. Sola hefur aðeins skorað 1 stig í þriðja leikhluta og alls 13 stig. Tyson Patterson hefur aðeins skorað 8 stig fyrir KR en hann skoraði 31 stig í síðasta leik. KR hefur aldrei komist yfir í leiknum en tveggja stiga munur var á liðunum rétt undir lok þriðja leikhluta, 52:54.

32 sekúndur eftir af 3. leikhluta, 52:54, bæðí lið hitta illa.

2:14 eftir af 3. leikhluta, 48:54, fyrir Njarðvík.

Pálmi Sigurgeirsson með 5 stig í röð fyrir KR, 44:48, fyrir Njarðvík, 5:29 eftir af 3. leikhluta.

KR-ingar hitta illa og hafa ekki skorað stig í rúmar tvær mínútur, 39:45, fyrir Njarðvík.

Fannar heldur áfram að brjóta og fær sína fjórðu villu þegar 8:48 mín. eru eftir af þriðja leikhluta. Staðan er 39:45 fyrir Najrðvík.

Síðari hálfleikur er byrjaður og Fannar Ólafsson KR fékk strax sína þriðju villu.

Fyrri hálfleik er lokið. Njarðvík er fimm stigum yfir, 44:39.

Stig KR: Jeremiah Sola 12, Pálmi Sigurgeirsson 8, Tyson Patterson 6, Skarphéðinn Ingason 4 , Baldur Ólafsson 3, Brynjar Björnsson 2, Edmund Azemi 2, Fannar Ólafsson 2.

Stig Njarðvíkinga: Igor Beljanski 15, Jóhann Ólafsson 9, Brenton Birmingham 7, Jeb Ivey 5, Friðrik Stefánsson 4, Egill Jónasson 4.

48 sekúndur eftir, 39:42, fyrir Njarðvík. Pálmi Sigurgeirsson með þriggja stiga körfu fyrir KR en Igor svarar fyrir Njarðvík.

2:48 eftir af 2. leikhluta, 43:40, fyrir Njarðvík.

Igor Beljanski skorar 5 stig í röð fyrir Njarðvík, 3:36 eftir, staðan er 32:40, fyrir Njarðvík.

Pálmi Sigurgeirsson skorar þriggja stiga körfu, 4:43 eftir, aðeins þriggja stiga munur, 32:35, fyrir Njarðvík.

5:21 eftir af 2. leikhluta, 29:35, fyrir Njarðvík.

Skarphéðinn Ingason skorar fjögur stig í röð fyrir KR, 22:30, fyrir Njarðvík. 7:23 eftir af 2. leikhluta.

Brenton Birmingham skorar fyrstu stig sín í leiknum, 18:28 fyrir Njarðvík. 8:25 eftir af öðrum leikhluta.

Patterson skorar af stuttu færi og fær vítaskot að auki sem hann misnotar, staðan er 18:25 fyrir Njarðvík.

Áhorfendur í stúkunni standa flestir og blaðamenn á svæðinu sjá lítið sem ekkert á keppnisvöllinn.

Stuðningsmenn KR syngja hátt og Jeb Ivey leikmaður Njarðvíkur klappar og syngur með KR-ingum. Það er allt á suðupunkti í DHL-höllinni.

Fyrsta leikhluta er lokið, Njarðvík er yfir, 24:15.

Baldur Ólafsson treður boltanum í körfu Njarðvíkur, staðan er 15:20 fyrir Njarðvík og 1:13 eftir af fyrsta leikhluta.

Sola skorar fyrir KR, 11:18 fyrir Njarðvík.

4 mínútur eftir af fyrsta leikhluta, Igor Beljanski með þriggja stiga körfu, spjaldið og ofaní. 9:18 fyrir Njarðvík.

5:41 mínútur eftir af fyrsta leikhluta -staðan er 7:15 fyrir Njarðvík.

Jeremiah Sola með þriggja stiga körfu - 5:8

Jóhann Ólafsson skorar tveggja stiga körfu - 2:8

Friðrik Stefánsson skorar úr einu vítaskoti - 2:6

Tyson Patterson skorar fyrstu stig KR - 2:5.

Jóhann Ólafsson fyrstu stig leiksins fyrir Njarðvík en hann hefur skorað 5 stig í röð. Staðan er 5:0 fyrir Njarðvík.

Úr leik KR og Njarðvíkur.
Úr leik KR og Njarðvíkur. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka