Mitchell þjálfari ársins í NBA-deildinni

Sam Mitchell.
Sam Mitchell. Reuters

Sam Mitchell var í dag útnefndur þjálfari ársins í NBA-deildinni en undir hans stjórn vann Toronto Raptors 47 leiki af alls 82 á tímabilinu og fagnaði liðið sigri í Atlantshafsriðlinum í fyrsta sinn. Þetta er besti árangur Raptors frá því að félagið var stofnað en Mitchell fékk 49 atkvæði í fyrsta sæti og alls 394 stig. Annar í kjörinu var Jerry Sloan þjálfari Utah Jazz og Avery Johnson þjálfari Dallas Mavericks varð þriðji. Sloan fékk 301 atkvæði og Johnson var með 268 atkvæði.

Mitchell er sjötti þjálfarinn í sögu Raptors en liðið vann aðeins 27 leiki á síðustu leiktíð en liðið leikur gegn New Jersey Nets í 8-liða úrslitum Austurdeildar í ár.

Leandro Barbosa, Phoenix, fékk viðurkenningu í dag en hann var valinn besti sjötti maður deildarinnar sem er viðurkenning fyrir þann leikmann sem er ekki í byrjunarliði síns lið en leikur þrátt fyrir það stórt hlutverk í sínu liði. Barbosa er brasilískur landsliðsmaður og er hann fyrsti Brasilíumaðurinn sem fær þessa viðurkenningu.

Þessi verðlaun voru fyrst veitt árið 1983 og hafa eftirtaldir leikmenn verið valdir bestu sjöttu menn NBA-deildarinnar:

2007 - Leandro Barbosa, Phoenix

2006 - Mike Miller, Memphis

2005 - Ben Gordon, Chicago

2004 - Antawn Jamison, Dallas

2003 - Bobby Jackson, Sacramento

2002 - Corliss Williamson, Detroit

2001 - Aaron McKie, Philadelphia

2000 - Rodney Rogers, Phoenix

1999 - Darrell Armstrong, Orlando

1998 - Danny Manning, Phoenix

1997 - John Starks, New York

1996 - Toni Kukoc, Chicago

1995 - Anthony Mason, New York

1994 - Dell Curry, Charlotte

1993 - Clifford Robinson, Portland

1992 - Detlef Schrempf, Indiana

1991 - Detlef Schrempf, Indiana

1990 - Ricky Pierce, Milwaukee

1989 - Eddie Johnson, Phoenix

1988 - Roy Tarpley, Dallas

1987 - Ricky Pierce, Milwaukee

1986 - Bill Walton, Boston

1985 - Kevin McHale, Boston

1984 - Kevin McHale, Boston

1983 - Bobby Jones, Philadelphia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert