NBA: Phoenix jafnaði gegn San Antonio

Steve Nash, leikmaður Phoenix, hleypur upp völlinn í leiknum í …
Steve Nash, leikmaður Phoenix, hleypur upp völlinn í leiknum í nótt. Tony Parker, leikmaður San Antonio, reynir að stöðva Nash. Reuters

Phoenix Suns lagði San Antonio Spurs, 101:81, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar í nótt. Hafa liðið þá unnið sinn leikinn hvort. Cleveland Cavaliers vann New Jersey Nets, 102:92, í undanúrslutum Austurdeildar og hefur unnið báða leiki liðanna.

Steve Nash, sem skarst á nefi í lok fyrri leiks Phoenix og San Antonio og hitti ekki úr mikilvægu skoti í kjölfarið, skoraði 20 stig og átti 16 stoðsendingar í leiknum í nótt. Tim Duncan skoraði 29 stig fyrir gestina í San Antonio.

LeBron James skoraði 36 stig fyrir Cleveland og átti 12 stoðsendingar en Vince Carter skoraði 26 stig fyrir New Jersey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert