NBA: New Jersey gefst ekki upp

Steve Nash sækir að Brent Barry.
Steve Nash sækir að Brent Barry. Reuters

New Jersey Nets vann Cleveland Cavaliers, 83:72, á heimavelli Cleveland í nótt í undanúrslitum Austurdeildar bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar og minnkaði muninn í viðureign liðanna í 3:2. Þá vann San Antonio Spurs sigur á Phoenix Suns, 88:85, í Phoenix í undanúrslitum Vesturdeildar og komst yfir, 3:2, í viðureign liðanna. Næsti leikur fer fram í San Antonio.

Það vantaði tvo lykilleikmenn í lið Suns, Amare Stoudemire og Boris Diaw, en þeir fengu leikbann fyrir að fara inn á völlinn í leyfisleysi í fjórða leiknum. Samtals hafa þeir skorað yfir 31 stig í úrslitakeppninni fram til þessa. Robert Horry lék ekki með Spurs í nótt og hann verður ekki með í sjötta leiknum en hann fékk tveggja leikja bann fyrir að ýta Steve Nash út fyrir hliðarlínuna í fjórða leiknum en brotið þótti óíþróttamannslegt.

Manu Ginobili leikmaður Spurs skoraði 15 af alls 26 stigum sínum í fjórða leikhluta og Bruce Bowen skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem kom Spurs í 84:81. „Við vorum ekki með tvo góða leikmenn í okkar liði í þessum leik og það hafði vissulega áhrif. Þeir leikmenn sem fengu tækifæri gerðu sitt besta en það var ekki nóg,“ sagði Steve Nash.

„Ég fann að hugarfarið í herbúðum Suns var með allt öðrum hætti en áður. Þeir börðust mun meira og léku af meiri hörku,“ sagði Ginobili.

Stig San Antonio: Manu Ginobili 26, Tim Duncan 21, Michael Finley 13, Tony Parker 11, Bruce Bowen 9, Fabricio Oberto 6, Jacque Vaughn 2. Stig Phoenix: Shawn Marion 24, Steve Nash 19, Kurt Thomas 15, Raja Bell 10, James Jones 9, Leandro Barbosa 8.

Stig New Jersey: Jason Kidd 20, Richard Jefferson 15, Mikki Moore 14, Bostjan Nachbar 13, Vince Carter 12, Eddie House 3, Josh Boone 2, Marcus Williams 2, Antoine Wright 2.

Stig Cleveland: LeBron James 20, Zydrunas Ilgauskas 16, Daniel Gibson 8, Sasha Pavlovic 8, Larry Hughes 7, Drew Gooden 4, Donyell Marshall 3, Eric Snow 3, Anderson Varejao 3.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert